Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Kambi, Réttarkambi 7. Umsækjandi er Gestir og gangandi ehf, og forsvarsmaður er Guðný Vésteinsdóttir. Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa, fyrir allt að 9 gesti, en með ábendingum varðandi skipulagsmál. Ekki liggur fyrir umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Þar sem um er að ræða skilgreint íbúðarsvæði í þéttbýli, samkvæmt skipulagi og með vísan til töluliðar 2 b í öðrum hluta verklagsreglna Fljótsdalshéraðs vegna umsókna um gistirekstur innan sveitarfélagsins, áformar bæjarstjórn að veita neikvæða umsögn. Með vísan til sama ákvæðis frestar bæjarstjórn afgreiðslu umsagnar og er umsækjanda veittur viðeigandi frestur til að skila athugasemdum, áður en bæjarstjórn gefur endanlega umsögn.
Fyrir fundinum liggja athugasemdir umsækjenda, vegna afgreiðslu bæjarstjórnar á síðasta fundi hennar. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki Il að Réttarkambi 7 Hallormsstað. Umsækjandi er Gestir og gangandi ehf, forsvarsmaður Guðný Vésteinsdóttir.
Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Einnig athugasemdir frá umsækjendum og frekari greinargerð með umsókninni og samþykki annarra íbúðaeigenda við Réttarkamb. Ekki liggur fyrir umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að veita umsækjendum undanþágu fyrir starfseminni með vísan til heimildar í gildandi deiliskipulagi. Undanþágan gildir í 5 ár. Bæjarráð veitir undanþáguna í umboði bæjarstjórnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarráð jákvæða umsögn. Vegna undanþáguákvæðis í deiliskipulagi fyrir Réttarkamb staðfestir bæjarráð jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um, en leggur til að leyfið verði gefið út til 5 ára.
Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns
Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa, fyrir allt að 9 gesti, en með ábendingum varðandi skipulagsmál.
Ekki liggur fyrir umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem um er að ræða skilgreint íbúðarsvæði í þéttbýli, samkvæmt skipulagi og með vísan til töluliðar 2 b í öðrum hluta verklagsreglna Fljótsdalshéraðs vegna umsókna um gistirekstur innan sveitarfélagsins, áformar bæjarstjórn að veita neikvæða umsögn.
Með vísan til sama ákvæðis frestar bæjarstjórn afgreiðslu umsagnar og er umsækjanda veittur viðeigandi frestur til að skila athugasemdum, áður en bæjarstjórn gefur endanlega umsögn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.