Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

297. fundur 19. júní 2019 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson forseti
 • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
 • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
 • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
 • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
 • Dagur Skírnir Óðinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

Málsnúmer 201905074Vakta málsnúmer

Til máls tók Björn Ingimarsson bæjarstjóri sem kynnti tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021 - 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði og í Sveitarfélaginu Hornafirði

Málsnúmer 201904010Vakta málsnúmer

Lögð fyrir til annarrar umræðu samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði og í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Málsnúmer 201904009Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu á ný til afgreiðslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samþykkt um hundahald í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201904008Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu á ný til afgreiðslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 473

Málsnúmer 1906008FVakta málsnúmer

Til máls tók: Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.6.

Fundargerðin lögð fram.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 114

Málsnúmer 1906007FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson sem ræddi liði 6.15 og 6.1. og lagði fram og kynnti tillögu. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 6.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.1. Gunnar Jónsson sem ræddi lið 6.1. og Dagur Skírnir Óðinsson, sem ræddi liði 6.1 og 6.15.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Gunnar Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

  Bæjarstjórn beinir því til náttúruverndarnefndar Fljótsdalshéraðs að kynna sér vel það rof sem orðið hefur á bökkum Lagarfljóts á síðustu árum. Jafnframt er nefndin hvött til að fylgja því eftir við Landsvirkjun að gripið verði til aðgerða svo stöðva megi þessa þróun.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Lagt fram til kynningar að öðru leyti.
 • Bókun fundar Til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd var tillaga á vinnslustigi af breytingu á aðalsskipulagi fyrir efri hluta Grundar á Efra Jökuldal.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi á vinnslustigi verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur svar Skipulagsstofnunar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028. Eyjólfsstaðaskógur.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar samþykkir bæjarstjórn, að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, að tillaga fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um lóðina Faxagerði 2.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn umsókn um lóð nr. 2, en getur ekki orðið við ósk um helming samliggjandi lóðar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um stækkun lóðar að Furuvöllum 1.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Farið yfir erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs vegna landskemmda í tenglum við uppsetningu, breytinga og viðhalds á byggðalínu á Fljótsdalsheiði.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd, þakkar ábendinguna og vísar málinu til náttúruverndarnefndar til frekari umfjöllunar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn Vegagerðarinnar um leyfi fyrir framkvæmd við lagningu og endurbætur Borgafjarðarvegar 94 - 07.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir tengihúsi á lóð við Eyvindará.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og tekur jákvætt í erindið, en með vísan í gr. 2.7 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gerir bæjarstjórn kröfu um gerð deiliskipulags.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um aðstöðuhús að Uppsölum 2.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar fyrir liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna áforma um byggingu á bílskúr við Mánatröð 14. Erindið var grenndarkynnt þann 21. mars. sl. og ekki bárust athugasemdir við grenndarkynninguna

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

7.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 277

Málsnúmer 1906005FVakta málsnúmer

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

8.Atvinnu- og menningarnefnd - 89

Málsnúmer 1906002FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 8.3.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Leikfélag Fljótsdalshéraðs verði styrkt um kr. 650.000 vegna félags- og geymsluaðstöðu það sem eftir er af árinu, sem tekinn verði af lið 0581. Starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar falið að gera samning við leikfélagið þar sem kveðið verði m.a. á um verkefni á vegum þess. Mögulegur stuðningur við leikfélagið á næsta ári verði tekinn upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020. Lagt til að metið verði hvort Kornskálann við Sláturhúsið megi á komandi árum nota sem félags- og geymsluaðstöðu fyrir leikfélagið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggja reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins sem staðfestar voru 6. mars 2019, en samkvæmt þeim ber atvinnu- og menningarnefnd að tilnefna tvo fulltrúa í valnefnd, til tveggja ára, sem ásamt atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa gerir tillögur til nefndarinnar um kaup eða móttöku á listaverkum.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að valnefndina skipi Skúli Björn Gunnarsson og Kristín Hlíðkvist Skúladóttir, ásamt atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Fljótsdalshéraðs um landvörslu á Víknaslóðum, í Stórurð og Stapavík sumarið 2019.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn samninginn og að styrkurinn verði tekinn af lið 1305.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar eystra, dagsett 6. júní 2019, með beiðni um stuðning til að tryggja landvörslu á Víknaslóðum og Stórurð, Stapavík og Gönguskarði sumarið 2020.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar í haust fyrir árið 2020. Bæjarstjórn leggur til að náttúruverndarnefnd taki málið jafnframt til afgreiðslu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201802039Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, Björg Björnsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Gunnar Jónsson.

Í samræmi við 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 tekur bæjarstjórn til síðari umræðu framlagðar tillögur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lýsir yfir stuðningi við tillögur samstarfsnefndar og hvetur jafnframt alla íbúa til að kynna sér þær og taka þátt í fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu. Tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins (https://svausturland.is/) auk þess sem þær verða til kynningar og umfjöllunar í samfélagssmiðju Fljótsdalshéraðs að Miðvangi 31.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Kambur

Málsnúmer 201905073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Kambi, Réttarkambi 7. Umsækjandi er Gestir og gangandi ehf, og forsvarsmaður er Guðný Vésteinsdóttir.
Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa, fyrir allt að 9 gesti, en með ábendingum varðandi skipulagsmál.
Ekki liggur fyrir umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem um er að ræða skilgreint íbúðarsvæði í þéttbýli, samkvæmt skipulagi og með vísan til töluliðar 2 b í öðrum hluta verklagsreglna Fljótsdalshéraðs vegna umsókna um gistirekstur innan sveitarfélagsins, áformar bæjarstjórn að veita neikvæða umsögn.
Með vísan til sama ákvæðis frestar bæjarstjórn afgreiðslu umsagnar og er umsækjanda veittur viðeigandi frestur til að skila athugasemdum, áður en bæjarstjórn gefur endanlega umsögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.