Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

473. fundur 14. júní 2019 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti fyrir bæjarráði.
Meðal annars kynnti hann niðurstöður af nýbirtu fasteignamati frá Fasteignamati ríkisins, en matið hjá Fljótsdalshéraði hækkar í heild um 9,7 %
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti erindi frá Orkusölunni varðandi kaup sveitarfélagsins á raforku. Einnig fór hann yfir þéttbýlismörk innan sveitarfélagsins samkvæmt skilgreiningu RARIK, sem skiptir máli varðandi afhendingarverð raforku.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

Málsnúmer 201905074

Fjármálastjóri fór yfir samantekna fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020, eins og nefndir sveitarfélagsins hafa afgreitt hana. Einnig fór hann yfir grunnforsendur hennar, td. varðandi tekjuspár og fl.
Síðan var farið yfir helstu breytingar milli ára varðandi rekstrarkostnað og rekstrarforsendur.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að rammaáætlun ársins 2020 og þriggja ára áætlun Fljótsdalshéraðs og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerðir Sambands sveitatfélaga á Austurlandi.

Málsnúmer 201906046

Lagt fram til kynningar.

4.258.fundargerð stjórnar HEF

Málsnúmer 201906005

Gunnhildur fór yfir nokkra liði úr fundargerðinni og útskýrði fyrir bæjarráði.
Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

5.Fundargerð 871. fundar stjórnar sambands Íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201906016

Lagt fram til kynningar.

6.Áskorun um að gjalda varhug við áform um virkjanaframkvæmdir

Málsnúmer 201904185

Lögð fram bókun frá sveitarstjórn Fljótsdalshrepps vegna erindis frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands, þar sem fram kemur að sveitarstjórn lýsir yfir áhuga að eiga samtal við Djúpavogshrepp og Fljótsdalshérað um sameiginlega sýn á Hraunasvæðið, með tilliti til verndunar eða nýtingar.
Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til að taka þetta samtal verði eftir því leitað.

7.Haustþing SSA 11.-12. október - gisting

Málsnúmer 201906047

Lagt fram bréf varðandi skráningu fulltrúa á Haustþing SSA sem haldið verður á Borgarfirði 11. og 12. október.
Starfsmönnum falið að láta taka frá gistingu fyrir þá 11 fulltrúa sem Fljótsdalshérað sendir á fundinn.

8.Boðun aukalandsþings sambands Íslenskra sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201906052

Lagt fram fundarboð á aukalandsþing sambands íslenskra sveitarfélaga, sem halda á í Reykjavík 6. september nk.
Bæjarráð hefur áður tilkynnt um fulltrúa sína á þingið. Bæjarráð fagnar því að fundartíma hefur verið hnikað til, þannig að fulltrúar af Austurlandi geta komist til og frá þinginu samdægurs.

9.Aðalfundur Vísindagarðsins 2019

Málsnúmer 201906057

Lagt fram fundarboð á aðalfund Vísindagarðsins sem haldinn verður 18. júní nk.
Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:30.