Við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps þurfti hið nýja sveitarfélag að setja sér nýjar samþykktir skv. sveitarstjórnarlögum. Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í Fljótsdalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði og í Sveitarfélaginu Hornafirði er ein af þessum samþykktum sem þarf að setja.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir við framlagðar breytingar á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði og í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Lögð fyrir til annarrar umræðu samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði og í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir við framlagðar breytingar á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði og í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.