Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

277. fundur 12. júní 2019 kl. 16:00 - 19:10 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ágústa Björnsdóttir varamaður
  • Garðar Valur Hallfreðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Skólastjórar Tónlistarskólanna í Fellabæ og á Egilsstöðum mættu á fundinn undir liðum 1 og 2. Stefanía Malen Stefánsdóttir mætti sem áheyrnarfulltrúi grunnskólastjóra undir liðum 3 - 6. Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógar mætti stuttlega undir lið 6 varðandi mál sem tengist leikskólanum.

1.Skóladagatal Tónlistarskólans í Fellabæ 2019 - 2020

Málsnúmer 201906039

Drífa Sigurðardóttir kynnti tillögu að skóladagatali Tónlistarskólans í Fellabæ 2019-2020. Skóladagatalið er unnið í samræmi við skóladagatal Fellaskóla í ljósi þeirra samninga sem um tónlistarskólastarf gilda. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skóladagatal Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2019 - 2020

Málsnúmer 201906038

Sóley Þrastardóttir kynnti tillögu að skóladagatali Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2019-2020. Skóladagatalið er unnið í samræmi við skóladagatal Egilsstaðaskóla í ljósi þeirra samninga sem um tónlistarskólastarf gilda. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201906042

Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti fundargerð skólaráðs Brúarásskóla frá 5. júní sl.

Lagt fram til kynningar.

4.Brúarásskóli viðhald

Málsnúmer 201906043

Stefanía Malen Stefánsdóttir fór yfir stöðu viðhaldsaðgerða í Brúarásskóla og nauðsynlegustu verkefni.

Fræðslunefnd kallar eftir yfirliti yfir forgangsröðun viðhaldsverkefna í húsnæði stofnana á fræðslusviði frá yfirmanni eignasjóðs.

Fræðslustjóra falið að fara yfir viðhaldsverkefni með yfirmanni eignasjóðs í samræmi við fyrirmæli á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Starfshópur um aukið samstarf Fellaskóla, Egilsstaðaskóla og Brúarásskóla

Málsnúmer 201906040

Fræðslunefnd fer þess á leit við grunnskólastjórnendur að þeir skoði frekari möguleika á samstarfi skólanna með það að markmiði að nýta sem best aðstöðu í skólunum í þágu allra grunnskólanemenda í sveitarfélaginu. Kallaðir verði til þeir aðilar skólasamfélagsins sem málin kunna að varða.

Fræðslustjóra falið að leiða starf hópsins.

Fræðslunefnd óskar eftir að tillögur frá hópnum verði kynntar fyrir nefndinni fyrir lok haustannar 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Frístund við Egilsstaðaskóla 2019-2020

Málsnúmer 201903037

Formanni og fræðslustjóra falið að vinna að framgangi málsins í samræmi við umræðu á fundinum.

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri í Tjarnarskógi mætti á fundinn undir þessum lið og bar upp erindi varðandi aðstöðu fyrir elstu nemendur í leikskólanum að lokinni sumarlokun. Hún óskar eftir að Frístund við Egilsstaðaskóla taki við þessum nemendum. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra og skólastjórnendum að leita leiða til að finna lausn á málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:10.