Frístund við Egilsstaðaskóla 2019-2020

Málsnúmer 201903037

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 273. fundur - 12.03.2019

Eftirspurn eftir Frístund hefur verið vaxandi undanfarin ár, en nú býðst nemendum í 1.-3. bekk dvöl í Frístund fyrir skóla á morgnana og milli kl. 14 og 16 síðdegis. Á næsta skólaári kemur inn fjölmennur árgangur í 1. bekk og því er ljóst að vænta má enn frekari aukningar í eftirspurn.

Fræðslunefnd leggur til að stofnaður verði starfshópur með fulltrúum frá íþrótta- og tómstundasviði, félagsmálasviði auk fræðslusviðs. Jafnframt verði fulltrúi íþróttafélaga í starfshópnum. Hópurinn skoði markmið og leiðir í frístundastarfi barna og ungmenna í sveitarfélaginu og tækifæri hvað varðar húsnæðismál fyrir slíka starfsemi.

Óskað er eftir að áætlun vegna starfsemi Frístundar á næsta skólaári liggi fyrir í síðasta lagi í maímánuði næstkomandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 30.04.2019

Farið yfir stöðu mála varðandi starfsemi frístundar við Egilsstaðaskóla næsta vetur. Skólastjóri leggur áherslu á að sem fyrst liggi fyrir starfsreglur fyrir starfsemina, s.s. hvað varðar forgang og skipulag.

Málið áfram í vinnslu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 277. fundur - 12.06.2019

Formanni og fræðslustjóra falið að vinna að framgangi málsins í samræmi við umræðu á fundinum.

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri í Tjarnarskógi mætti á fundinn undir þessum lið og bar upp erindi varðandi aðstöðu fyrir elstu nemendur í leikskólanum að lokinni sumarlokun. Hún óskar eftir að Frístund við Egilsstaðaskóla taki við þessum nemendum. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra og skólastjórnendum að leita leiða til að finna lausn á málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 476. fundur - 08.07.2019

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir áframhaldandi vinnu starfshóps um frístundastarf, sem skipaður var af bæjarstjórn 20. mars sl. Drögin verði lögð fyrir fyrsta fund bæjarráðs að afloknu sumarleyfi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 478. fundur - 19.08.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um frístundastarf, sem skipaður hefur verið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og felur bæjarstjóra að koma því í hendur starfshópsins.