Áheyrnarfulltrúar leikskóla Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Reynir Gunnarsson mættu á fundinn undir lið 1 á dagskránni. Drífa Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla sat fundinn undir lið 2. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Þórhalla Sigmundsdóttir, Margrét Sigfúsdóttir og Þorvaldur Hjarðar mættu á fundinn undir liðum 3-6.
Skólastjórar sátu fundinn undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra skóla sérstaklega.
Farið yfir stöðu mála varðandi starfsemi frístundar við Egilsstaðaskóla næsta vetur. Skólastjóri leggur áherslu á að sem fyrst liggi fyrir starfsreglur fyrir starfsemina, s.s. hvað varðar forgang og skipulag.
Fræðslunefnd þakkar erindið og samþykkir að veita stofnstyrk í samræmi við reglur. Nefndin gerir að tillögu sinni að endurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum verði hækkaðar um 10% frá og með 1. ágúst nk. enda hafa endurgreiðslur sveitarfélagsins ekki verið hækkaðar frá 2017.
Skólastjórar sátu fundinn undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra skóla sérstaklega.