Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

275. fundur 30. apríl 2019 kl. 16:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Björg Björnsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Reynir Gunnarsson mættu á fundinn undir lið 1 á dagskránni. Drífa Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla sat fundinn undir lið 2. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Þórhalla Sigmundsdóttir, Margrét Sigfúsdóttir og Þorvaldur Hjarðar mættu á fundinn undir liðum 3-6.

Skólastjórar sátu fundinn undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra skóla sérstaklega.

1.Fjárhagsáætlun leikskóla Fljótsdalshéraðs 2020

Málsnúmer 201904178Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.Fjárhagsáætlun tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs 2020

Málsnúmer 201904182Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.Fjárhagsáætlun grunnskóla Fljótsdalshéraðs 2020

Málsnúmer 201904181Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.Skóladagatal Brúarásskóla 2019-2020

Málsnúmer 201904184Vakta málsnúmer

Stefanía Malen kynnti drög að skóladagatali Brúarásskóla 2019-2020 sem hefur verið kynnt fyrir kennurum en á eftir að fá umfjöllun í skólaráði.

Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að skóladagatali fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki skólaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Skóladagatal Egilsstaðaskóla 2019-2020

Málsnúmer 201904179Vakta málsnúmer

Ruth Magnúsdóttir kynnti drög að skóladagatali Egilsstaðaskóla 2019-2020 sem hefur verið kynnt fyrir kennurum en á eftir að fá umfjöllun í skólaráði.

Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að skóladagatali fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki skólaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Frístund við Egilsstaðaskóla 2019-2020

Málsnúmer 201903037Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi starfsemi frístundar við Egilsstaðaskóla næsta vetur. Skólastjóri leggur áherslu á að sem fyrst liggi fyrir starfsreglur fyrir starfsemina, s.s. hvað varðar forgang og skipulag.

Málið áfram í vinnslu.

7.Málefni dagforeldra

Málsnúmer 201904180Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd þakkar erindið og samþykkir að veita stofnstyrk í samræmi við reglur. Nefndin gerir að tillögu sinni að endurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum verði hækkaðar um 10% frá og með 1. ágúst nk. enda hafa endurgreiðslur sveitarfélagsins ekki verið hækkaðar frá 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020

Málsnúmer 201904183Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

9.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.