Áheyrnarfulltrúar leikskóla Sigríður Herdís Pálsdóttir og Jóhanna Harðardóttir mættu undir liðum 1-2 á dagskrá fundarins. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Þórhalla Sigmundsdóttir og Margrét Sigfúsdóttir mættu á fundinn undir liðum 2-5. Drífa Sigurðardóttir og Bríet Finnsdóttir, áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, mættu á fundinn undir lið 2. Ruth Magnúsdóttir mætti á fundinn undir liðum 3-5.
Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að leitað verði til leikskóla sveitarfélagsins vegna umbeðinnar rannsóknar lendi þeir í úrtaki, sbr. erindi þar að lútandi.
Næstu skref verða í höndum fræðslunefndar sem mun taka saman og fara yfir fyrirliggjandi gögn vegna uppfærslu menntastefnu sveitarfélagsins. Tillögur verða síðan sendar til umsagnar meðal fagfólks á fræðslusviði.
Eftirspurn eftir Frístund hefur verið vaxandi undanfarin ár, en nú býðst nemendum í 1.-3. bekk dvöl í Frístund fyrir skóla á morgnana og milli kl. 14 og 16 síðdegis. Á næsta skólaári kemur inn fjölmennur árgangur í 1. bekk og því er ljóst að vænta má enn frekari aukningar í eftirspurn.
Fræðslunefnd leggur til að stofnaður verði starfshópur með fulltrúum frá íþrótta- og tómstundasviði, félagsmálasviði auk fræðslusviðs. Jafnframt verði fulltrúi íþróttafélaga í starfshópnum. Hópurinn skoði markmið og leiðir í frístundastarfi barna og ungmenna í sveitarfélaginu og tækifæri hvað varðar húsnæðismál fyrir slíka starfsemi.
Óskað er eftir að áætlun vegna starfsemi Frístundar á næsta skólaári liggi fyrir í síðasta lagi í maímánuði næstkomandi.