Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

273. fundur 12. mars 2019 kl. 16:00 - 18:05 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varamaður
  • Arngrímur Viðar Ásgeirsson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Sigríður Herdís Pálsdóttir og Jóhanna Harðardóttir mættu undir liðum 1-2 á dagskrá fundarins. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Þórhalla Sigmundsdóttir og Margrét Sigfúsdóttir mættu á fundinn undir liðum 2-5. Drífa Sigurðardóttir og Bríet Finnsdóttir, áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, mættu á fundinn undir lið 2. Ruth Magnúsdóttir mætti á fundinn undir liðum 3-5.

1.Beiðni um rannsóknarleyfi - leikskólar

Málsnúmer 201903038Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að leitað verði til leikskóla sveitarfélagsins vegna umbeðinnar rannsóknar lendi þeir í úrtaki, sbr. erindi þar að lútandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102Vakta málsnúmer

Næstu skref verða í höndum fræðslunefndar sem mun taka saman og fara yfir fyrirliggjandi gögn vegna uppfærslu menntastefnu sveitarfélagsins. Tillögur verða síðan sendar til umsagnar meðal fagfólks á fræðslusviði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Skóladagatal Egilsstaðaskóla 2018-2019

Málsnúmer 201805017Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingar á skóladagatali Egilsstaðaskóla 2018-2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Frístund við Egilsstaðaskóla 2019-2020

Málsnúmer 201903037Vakta málsnúmer

Eftirspurn eftir Frístund hefur verið vaxandi undanfarin ár, en nú býðst nemendum í 1.-3. bekk dvöl í Frístund fyrir skóla á morgnana og milli kl. 14 og 16 síðdegis. Á næsta skólaári kemur inn fjölmennur árgangur í 1. bekk og því er ljóst að vænta má enn frekari aukningar í eftirspurn.

Fræðslunefnd leggur til að stofnaður verði starfshópur með fulltrúum frá íþrótta- og tómstundasviði, félagsmálasviði auk fræðslusviðs. Jafnframt verði fulltrúi íþróttafélaga í starfshópnum. Hópurinn skoði markmið og leiðir í frístundastarfi barna og ungmenna í sveitarfélaginu og tækifæri hvað varðar húsnæðismál fyrir slíka starfsemi.

Óskað er eftir að áætlun vegna starfsemi Frístundar á næsta skólaári liggi fyrir í síðasta lagi í maímánuði næstkomandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:05.