Atvinnu- og menningarnefnd - 89

Málsnúmer 1906002F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 297. fundur - 19.06.2019

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 8.3.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Leikfélag Fljótsdalshéraðs verði styrkt um kr. 650.000 vegna félags- og geymsluaðstöðu það sem eftir er af árinu, sem tekinn verði af lið 0581. Starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar falið að gera samning við leikfélagið þar sem kveðið verði m.a. á um verkefni á vegum þess. Mögulegur stuðningur við leikfélagið á næsta ári verði tekinn upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020. Lagt til að metið verði hvort Kornskálann við Sláturhúsið megi á komandi árum nota sem félags- og geymsluaðstöðu fyrir leikfélagið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins sem staðfestar voru 6. mars 2019, en samkvæmt þeim ber atvinnu- og menningarnefnd að tilnefna tvo fulltrúa í valnefnd, til tveggja ára, sem ásamt atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa gerir tillögur til nefndarinnar um kaup eða móttöku á listaverkum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að valnefndina skipi Skúli Björn Gunnarsson og Kristín Hlíðkvist Skúladóttir, ásamt atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Fljótsdalshéraðs um landvörslu á Víknaslóðum, í Stórurð og Stapavík sumarið 2019.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn samninginn og að styrkurinn verði tekinn af lið 1305.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar eystra, dagsett 6. júní 2019, með beiðni um stuðning til að tryggja landvörslu á Víknaslóðum og Stórurð, Stapavík og Gönguskarði sumarið 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar í haust fyrir árið 2020. Bæjarstjórn leggur til að náttúruverndarnefnd taki málið jafnframt til afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.