Samþykkt stjórnar sambandsins vegna erindis ASÍ um áhrif hækkunar fasteignamats og hugsanleg viðbrögð sveitarfélaga

Málsnúmer 201906149

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 475. fundur - 01.07.2019

Fyrir liggur samþykkt stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga vegna erindis ASÍ um áhrif hækkunar fasteignamats og hugsanleg viðbrögð sveitarfélaga.

Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að taka saman upplýsingar um málið og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 476. fundur - 08.07.2019

Farið yfir erindi ASÍ og samþykkt stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi hækkanir á gjaldskrám og álagningu fasteignagjalda á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga um málið.
Einnig er bæjarstjóra falið að ræða við fulltrúa AFLs og kynna fyrir þeim stöðu mála við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélagsins, með hliðsjón af hækkun fasteignamats.
Jafnframt er bæjarstjóra falið að kynna bókun Sambands ísl. sveitarfélaga fyrir stjórnendum B-hlutafyrirtækja sveitarfélagsins.