Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

298. fundur 21. ágúst 2019 kl. 17:00 - 19:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Aðalsteinn Ásmundarson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201907015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2019, sem er heimild til 30 milljóna króna lántöku umfram heimild í áður samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2019.
Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins, en handbært fé í árslok hækkar til samræmis við þessa viðbótarheimild.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 478

Málsnúmer 1908008F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 2.1 201901002 Fjármál 2019
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með á fundi sínum þann 21. ágúst 2019 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000,-, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem
    bæjarstjórn hefur kynnt sér.
    Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
    Er lánið tekið til fjármögnunar fjárfestinga ársins sem fela í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

    Jafnframt er Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • 2.4 201908069 Íbúðir Dalseli 1-5
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

    Áætlaður opnunartími vegna viðveru kjörinna fulltrúa og starfsmanna í samfélagssmiðjunni Miðvangi 31 (áður Blómabæ) er mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 15:00 - 18:00.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 116

Málsnúmer 1908006F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 3.3 og 3.6 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn vegna liða 3.3 og 3.6. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 3.3 og 3.6 og þakkaði góð svör og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.3 og 3.6.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og áréttar bókun úr lið 7 í fundargerð fjallskilastjóra sem krefst þess að Matvælastofnun sjái til þess að girðingar sem stofnunin ber ábyrgð á séu fjárheldar. Jafnframt er áréttuð bókun úr lið 2 í fundargerð fjallskilastjóra þar sem þess er krafist að Vegagerðin sjái til þess að girðingar sem stofnunin ber ábyrgð á séu fjárheldar.
    Einnig er verkefnastjóra umhverfismála falið að finna fjallskilastjóra fyrir Skriðdal.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • 3.3 201904199 Lausaganga geita
    Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var tekið fyrir erindi frá landeigendum í Skriðdal og Fljótsdalshreppi þar sem óskað er eftir að lagt verði bann við lausagöngu geita á Fljótsdalshéraði. Samsvarandi erindi var einnig sent Fljótsdalshreppi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og skilur áhyggjur sem fram koma í erindinu og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra. Að svo komnu máli telur bæjarstjórn þó ekki tilefni til að setja sérstakt bann við lausagöngu geita í sveitarfélaginu.

    Samþykkt með 7 atk. en 2 sátu hjá (BB og AÁ)
  • Bókun fundar Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinnur að tillögu nýrri stefnu í meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að öðru leyti en því að betur þarf að skoða brennslu á dýraleifum og aðstæður í dreifbýli. Bæjarstjórn fagnar því að stefna í úrgangsmálum sé metnaðarfull, hún verði samræmd og að unnið sé markvisst að heildstæðari nálgun varðandi flokkun og endurvinnslu en leggur jafnframt áherslu á að aðlögunartími úrbótaaðgerða sé fullnægjandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Sveitarfélagið Hornafjörður hefur óskað eftir að Fljótsdalshérað heimili að urðunarstaður sveitarfélagsins í landi Tjarnarlands verði nefndur til vara í neyðaráætlun sveitarfélagsins Hornafjarðar, ef það kemur til að loka urðunarstaðnum í neyð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs að Sveitarfélaginu Hornafirði verði heimilað að nefna urðunarstað að Tjarnalandi í neyðaráætlun sinni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • 3.11 201904016 Styrkvegir 2019
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Vilmundínu L. Kristjánsdóttur með ósk um leyfi fyrir fjölgun íbúða að Lagarfelli 12 úr einni íbúð í tvær.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdnefndar samþykkir bæjarstjórn að leyfi verði gefið fyrir fjölgun íbúða. Lagt er til að málsmeðferð verði í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur ósk frá lóðahafa Klettasels 5 um að breyta um lóð og fá lóðinni að Klettaseli 3 úthlutað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila umrædd lóðaskipti.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur ósk um endurskoðun á fyrri afstöðu nefndarinnar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdnefndar samþykkir bæjarstjórn að málið fái málsmeðferð í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

4.Náttúruverndarnefnd - 14

Málsnúmer 1908003F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 4.5. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.10 og 4.5. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.5 og veitti frekari upplýsingar. Björg Björnsdóttir, sem þakkaði upplýsingarnar. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.5. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 4.10 og 4.5 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.10.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu náttúruverndarnefndar samþykkir bæjarstjórn að skipa Stefán Boga Sveinsson og Guðrúnu Schmidt í starfshóp um greiningu tækifæra í náttúruvernd og ferðaþjónustu á Úthéraði.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og leggur áherslu á mikilvægi þess að sem fyrst verði ráðist í að lagfæra þær landskemmdir sem þarna er um að ræða en þær eru að mestu eða öllu leyti innan marka Fljótsdalshrepps. Við fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu á næstunni verði þess einnig gætt að lágmarka áhrif á gróið land. Bæjarstjórn væntir áframhaldandi góðs samstarfs við Landsnet, sveitarstjórn Fljótsdalshrepps og aðra hagsmunaaðila um að vernda viðkvæma náttúru á svæðinu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umsögn náttúruverndarnefndar er lögð fram til kynningar.
    Málið er áfram í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.



  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Umsögn náttúruverndarnefndar er lögð fram til kynningar. Málið er áfram í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd
  • Bókun fundar Umsögn náttúruverndarnefndar er lögð fram til kynningar. Málið er áfram í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.
  • Bókun fundar Á fundi náttúruverndarnefndar gerði formaður grein fyrir þeim fundum og samtölum sem hann hefur átt við landeigendur og aðra hagsmunaaðila vegna málsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og telur að skoða beri kosti og galla þess að friðlýsa svæði á Jökuldal sem næði yfir Stuðlafoss, sem er á náttúruminjaskrá, Stuðlagil og Eyvindarárgil. Samþykkt er að boðað verði til umræðufundar með landeigendum á þessu svæði og fulltrúum Umhverfisstofnunar þar sem farið verði yfir ferli friðlýsingar og hvað ákvörðun um slíkt kann að hafa í för með sér.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 474

Málsnúmer 1906014F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, í umboði bæjarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 475

Málsnúmer 1906017F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, í umboði bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Björg Björnsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson og Björg Björnsdóttir.

Fundargerðin lögð fram.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 476

Málsnúmer 1907001F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, í umboði bæjarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram.

8.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 477

Málsnúmer 1908005F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, í umboði bæjarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram.

9.Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201902128

Lagt fram álit starfshóps um húsnæði Tónlistarskólans á Egilsstöðum.

Til máls tóku: Björg Björnsdóttir, sem ræddi starf hópsins og verkefni hans og framhald þess og bar fram fyrirspurn. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem einnig fór yfir niðurstöður hópsins og framtíðarsýn. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi tillögu starfshópsins og framhald verkefnisins og þakkaði störf hans. Björg Björnsdóttir, sem ræddi tillögur hópsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806080

Fyrir liggur beiðni Steinars Inga Þorsteinssonar um lausn frá störfum í bæjarstjórn og bæjarráði, ásamt embættum á vegum bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, vegna flutninga hans og fjölskyldunnar til Reykjavíkur. Bæjarráð hefur áður samþykkt lausnarbeiðni Steinars í öðrum nefndum og stjórnum á vegum Fljótsdalshéraðs og skipað fulltrúa í hans stað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina. Aðalsteinn Ásmundarson verður bæjarfulltrúi í hans stað. Gyða Dröfn Hjaltadóttir sem skipaði 7. sæti L-listans hefur ekki lengur kjörgengi vegna búferlaflutninga úr sveitarfélaginu og því verður Skúli Björnsson sem skipaði 8. sætið varabæjarfulltrúi í stað Aðalsteins.

Bæjarstjórn samþykkir að Kristjana Sigurðardóttir verði kjörin 2. varaforseti bæjarstjórnar í stað Steinars.

Þá samþykkir bæjarstjórn að Kristjana Sigurðardóttir verði aðalmaður í bæjarráði í stað Steinars, en aðal- og varabæjarfulltrúar L-lista eru varafulltrúar í bæjarráði samkvæmt gildandi samþykktum og í þeirri röð sem þeir eru kjörnir.

Einnig samþykkir bæjarstjórn að Kristjana Sigurðardóttir taki sæti Steinars sem aðalfulltrúi á Landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga og að Björg Björnsdóttir verði varamaður hennar þar.

Þá samþykkir bæjarstjórn að eftirtaldir verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs á aðalfundi SSA sem aðalmenn:

Anna Alexandersdóttir, Gunnar Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Kristjana Sigurðardóttir, Björg Björnsdóttir, Aðalsteinn Ásmundarson, Hannes Karl Hilmarsson, Björn Ingimarsson og Guðlaugur Sæbjörnsson.

Til vara eru kjörnir eftirfarandi:
Karl Lauritzson, Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Guðfinna Harpa Árnadóttir, Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, Sigrún Blöndal, Dagur Skírnir Óðinsson, Skúli Björnsson, Hrefna Hlín Sigurðardóttir, Stefán Snædal Bragason og Óðinn Gunnar Óðinsson.

Bæjarstjórn þakkar Steinari Inga fyrir samstarfið og óskar honum og fjölskyldu hans heilla og velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Aron Steinn Halldórsson af L-lista hefur beðist lausnar frá störfum í atvinnu- og menningarnefnd og starfshópi um greiningu tækifæra í náttúruvernd og ferðaþjónustu á Úthéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina og að Skúli Björnsson taki sæti hans í atvinnu- og menningarnefnd og að varamaður Skúla verði Arngrímur Viðar Ásgeirsson.

Bæjarstjórn felur atvinnu- og menningarnefnd að tilnefna fulltrúa í starfshópinn í stað Arons.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806082

Til máls tóku: Björg Björnsdóttir, sem ræddi endurskoðaða samþykkt og bar fram tvær fyrirspurnir. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi þóknun til áheyrnarfulltrúa og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi endurskoðun samþykktanna og vinnu bæjarráðs við það verkefni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir hér við fyrri umræðu fyrirliggjandi endurskoðaða Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Reglur Fljótsdalshéraðs, gerðar vegna persónuverndarlaga

Málsnúmer 201904103

Til máls tóku: Björg Björnsdóttir sem fagnaði þessum drögum og þakkaði starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir mikla vinnu bæði vegna persónuverndarlöggjafar og jafnlaunavottunar og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi þessi verkefni.

Fyrir liggja til afgreiðslu reglur frá persónuverndarfulltrúa um meðferð á tölvupósti hjá Fljótsdalshéraði, um rafræna vöktun öryggismyndavéla og um meðferð trúnaðarupplýsinga, ásamt lítilsháttar textabreytingu sem kynnt var á fundinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.