Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 116
Málsnúmer 1908006F
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og áréttar bókun úr lið 7 í fundargerð fjallskilastjóra sem krefst þess að Matvælastofnun sjái til þess að girðingar sem stofnunin ber ábyrgð á séu fjárheldar. Jafnframt er áréttuð bókun úr lið 2 í fundargerð fjallskilastjóra þar sem þess er krafist að Vegagerðin sjái til þess að girðingar sem stofnunin ber ábyrgð á séu fjárheldar.
Einnig er verkefnastjóra umhverfismála falið að finna fjallskilastjóra fyrir Skriðdal.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var tekið fyrir erindi frá landeigendum í Skriðdal og Fljótsdalshreppi þar sem óskað er eftir að lagt verði bann við lausagöngu geita á Fljótsdalshéraði. Samsvarandi erindi var einnig sent Fljótsdalshreppi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og skilur áhyggjur sem fram koma í erindinu og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra. Að svo komnu máli telur bæjarstjórn þó ekki tilefni til að setja sérstakt bann við lausagöngu geita í sveitarfélaginu.
Samþykkt með 7 atk. en 2 sátu hjá (BB og AÁ)
-
Bókun fundar
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinnur að tillögu nýrri stefnu í meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að öðru leyti en því að betur þarf að skoða brennslu á dýraleifum og aðstæður í dreifbýli. Bæjarstjórn fagnar því að stefna í úrgangsmálum sé metnaðarfull, hún verði samræmd og að unnið sé markvisst að heildstæðari nálgun varðandi flokkun og endurvinnslu en leggur jafnframt áherslu á að aðlögunartími úrbótaaðgerða sé fullnægjandi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur óskað eftir að Fljótsdalshérað heimili að urðunarstaður sveitarfélagsins í landi Tjarnarlands verði nefndur til vara í neyðaráætlun sveitarfélagsins Hornafjarðar, ef það kemur til að loka urðunarstaðnum í neyð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs að Sveitarfélaginu Hornafirði verði heimilað að nefna urðunarstað að Tjarnalandi í neyðaráætlun sinni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur erindi frá Vilmundínu L. Kristjánsdóttur með ósk um leyfi fyrir fjölgun íbúða að Lagarfelli 12 úr einni íbúð í tvær.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdnefndar samþykkir bæjarstjórn að leyfi verði gefið fyrir fjölgun íbúða. Lagt er til að málsmeðferð verði í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur ósk frá lóðahafa Klettasels 5 um að breyta um lóð og fá lóðinni að Klettaseli 3 úthlutað.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila umrædd lóðaskipti.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur ósk um endurskoðun á fyrri afstöðu nefndarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdnefndar samþykkir bæjarstjórn að málið fái málsmeðferð í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
Fundargerðin lögð fram.