Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 116

Málsnúmer 1908006F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 298. fundur - 21.08.2019

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 3.3 og 3.6 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn vegna liða 3.3 og 3.6. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 3.3 og 3.6 og þakkaði góð svör og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.3 og 3.6.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og áréttar bókun úr lið 7 í fundargerð fjallskilastjóra sem krefst þess að Matvælastofnun sjái til þess að girðingar sem stofnunin ber ábyrgð á séu fjárheldar. Jafnframt er áréttuð bókun úr lið 2 í fundargerð fjallskilastjóra þar sem þess er krafist að Vegagerðin sjái til þess að girðingar sem stofnunin ber ábyrgð á séu fjárheldar.
    Einnig er verkefnastjóra umhverfismála falið að finna fjallskilastjóra fyrir Skriðdal.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • .3 201904199 Lausaganga geita
    Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var tekið fyrir erindi frá landeigendum í Skriðdal og Fljótsdalshreppi þar sem óskað er eftir að lagt verði bann við lausagöngu geita á Fljótsdalshéraði. Samsvarandi erindi var einnig sent Fljótsdalshreppi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og skilur áhyggjur sem fram koma í erindinu og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra. Að svo komnu máli telur bæjarstjórn þó ekki tilefni til að setja sérstakt bann við lausagöngu geita í sveitarfélaginu.

    Samþykkt með 7 atk. en 2 sátu hjá (BB og AÁ)
  • Bókun fundar Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinnur að tillögu nýrri stefnu í meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að öðru leyti en því að betur þarf að skoða brennslu á dýraleifum og aðstæður í dreifbýli. Bæjarstjórn fagnar því að stefna í úrgangsmálum sé metnaðarfull, hún verði samræmd og að unnið sé markvisst að heildstæðari nálgun varðandi flokkun og endurvinnslu en leggur jafnframt áherslu á að aðlögunartími úrbótaaðgerða sé fullnægjandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Sveitarfélagið Hornafjörður hefur óskað eftir að Fljótsdalshérað heimili að urðunarstaður sveitarfélagsins í landi Tjarnarlands verði nefndur til vara í neyðaráætlun sveitarfélagsins Hornafjarðar, ef það kemur til að loka urðunarstaðnum í neyð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs að Sveitarfélaginu Hornafirði verði heimilað að nefna urðunarstað að Tjarnalandi í neyðaráætlun sinni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • .11 201904016 Styrkvegir 2019
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Vilmundínu L. Kristjánsdóttur með ósk um leyfi fyrir fjölgun íbúða að Lagarfelli 12 úr einni íbúð í tvær.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdnefndar samþykkir bæjarstjórn að leyfi verði gefið fyrir fjölgun íbúða. Lagt er til að málsmeðferð verði í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur ósk frá lóðahafa Klettasels 5 um að breyta um lóð og fá lóðinni að Klettaseli 3 úthlutað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila umrædd lóðaskipti.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur ósk um endurskoðun á fyrri afstöðu nefndarinnar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdnefndar samþykkir bæjarstjórn að málið fái málsmeðferð í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.