-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu náttúruverndarnefndar samþykkir bæjarstjórn að skipa Stefán Boga Sveinsson og Guðrúnu Schmidt í starfshóp um greiningu tækifæra í náttúruvernd og ferðaþjónustu á Úthéraði.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og leggur áherslu á mikilvægi þess að sem fyrst verði ráðist í að lagfæra þær landskemmdir sem þarna er um að ræða en þær eru að mestu eða öllu leyti innan marka Fljótsdalshrepps. Við fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu á næstunni verði þess einnig gætt að lágmarka áhrif á gróið land. Bæjarstjórn væntir áframhaldandi góðs samstarfs við Landsnet, sveitarstjórn Fljótsdalshrepps og aðra hagsmunaaðila um að vernda viðkvæma náttúru á svæðinu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Umsögn náttúruverndarnefndar er lögð fram til kynningar.
Málið er áfram í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Umsögn náttúruverndarnefndar er lögð fram til kynningar. Málið er áfram í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd
-
Bókun fundar
Umsögn náttúruverndarnefndar er lögð fram til kynningar. Málið er áfram í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.
-
Bókun fundar
Á fundi náttúruverndarnefndar gerði formaður grein fyrir þeim fundum og samtölum sem hann hefur átt við landeigendur og aðra hagsmunaaðila vegna málsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og telur að skoða beri kosti og galla þess að friðlýsa svæði á Jökuldal sem næði yfir Stuðlafoss, sem er á náttúruminjaskrá, Stuðlagil og Eyvindarárgil. Samþykkt er að boðað verði til umræðufundar með landeigendum á þessu svæði og fulltrúum Umhverfisstofnunar þar sem farið verði yfir ferli friðlýsingar og hvað ákvörðun um slíkt kann að hafa í för með sér.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.