Reglur Fljótsdalshéraðs, gerðar vegna persónuverndarlaga

Málsnúmer 201904103

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 467. fundur - 15.04.2019

Lögð fram drög að reglum sem persónuverndarfulltrúi hefur tekið saman. Bæjarstjóra falið að kynna drögin fyrir stjórnendum stofnanna og öðrum sem málið varðar. Að því loknu verða reglurnar teknar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 298. fundur - 21.08.2019

Til máls tóku: Björg Björnsdóttir sem fagnaði þessum drögum og þakkaði starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir mikla vinnu bæði vegna persónuverndarlöggjafar og jafnlaunavottunar og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi þessi verkefni.

Fyrir liggja til afgreiðslu reglur frá persónuverndarfulltrúa um meðferð á tölvupósti hjá Fljótsdalshéraði, um rafræna vöktun öryggismyndavéla og um meðferð trúnaðarupplýsinga, ásamt lítilsháttar textabreytingu sem kynnt var á fundinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.