Skolphreinsivirkið Árhvammi

Málsnúmer 201910189

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 488. fundur - 04.11.2019

Lagt fram erindi og athugasemdir frá íbúum við Árhvamm, Ranavað og Einbúablá, varðandi hreinsivirki við Árhvamm, undirritað af Gunnlaugi Hafsteinssyni.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarfulltrúa og felur honum að taka saman svör við þeim spurningum sem fram koma í erindinu.

Jafnframt er erindinu vísað til HEF, sem fer með rekstur fráveitunnar.

Bæjarráð leggur áherslu á að reynt verði eftir fremsta megni að koma í veg fyrir þá lyktarmengun frá hreinsivirkinu, sem kvartað er undan.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122. fundur - 13.11.2019

Erindi frá íbúum Árhvamms vegna Skólphreinsivirki í Árhvammi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða þá þætti fyrirspurnar sem snúa að leyfisveitingum sveitarfélagsins og kynna fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 123. fundur - 27.11.2019

Erindi frá íbúum Árhvamms vegna skólphreinsivirkis í Árhvammi. Málið var áður á dagskrá þann 13.11. sl.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir vinnu sína milli funda.

Lagt fram til kynningar.