Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

492. fundur 02. desember 2019 kl. 08:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd fjármálum og rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.
Fyrir lágu uppreiknaðar tölur fyrir afslátt á fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020 eins og þær voru kynntar á síðasta fundi og lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar þannig.

2.Fundagerð 270. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201911123Vakta málsnúmer

Tölum úr gjaldskrá 2020 vísað til endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.
Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

3.Fundargerðir í Húsfélaginu Lyngási 12

Málsnúmer 201911122Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 201811004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Frístund 2019-2020

Málsnúmer 201909022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.

Málsnúmer 201911121Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að teknar verði saman frekari upplýsingar um málið, sem farið verður yfir á næsta fundi bæjarráðs.

Fundi slitið.