Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

492. fundur 02. desember 2019 kl. 08:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd fjármálum og rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.
Fyrir lágu uppreiknaðar tölur fyrir afslátt á fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020 eins og þær voru kynntar á síðasta fundi og lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar þannig.

2.Fundagerð 270. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201911123

Tölum úr gjaldskrá 2020 vísað til endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.
Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

3.Fundargerðir í Húsfélaginu Lyngási 12

Málsnúmer 201911122

Lagt fram til kynningar.

4.Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 201811004

Lagt fram til kynningar.

5.Frístund 2019-2020

Málsnúmer 201909022

Lagt fram til kynningar.

6.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.

Málsnúmer 201911121

Bæjarráð samþykkir að teknar verði saman frekari upplýsingar um málið, sem farið verður yfir á næsta fundi bæjarráðs.

Fundi slitið.