Bæjarráð tekur vel í framhald verkefnisins og samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar. Jafnframt óskar bæjarráð eftir fundi með fulltrúum Austurbrúar til þess að ræða verkþætti áætlunarinnar.
Fyrir liggur erindi frá Austurbrú dagsett 14. nóvember 2018, þar sem óskað er aðkomu sveitarfélaganna á starfssvæði SSA að fjármögnun flugvallarverkefnisins á árinu 2019.
Á fundi bæjarráðs, 19. nóvember 2018, var bókað að vel væri tekið í framhald verkefnisins og samþykkti bæjarráð jafnframt að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar. Auk þess óskaði bæjarráð eftir fundi með fulltrúum Austurbrúar til þess að ræða verkþætti áætlunarinnar.
Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í erindið enda skiptir flugvöllurinn íbúa og atvinnulíf á Austurlandi miklu máli. Nefndin telur skipta miklu máli hver aðkoma annarra sveitarfélaga á Austurlandi verður að verkefninu og þá um leið hverjar áherslur og inntak verkefnisins getur orðið.
Bæjarráð fagnar þeim tillögum sem fram koma í skýrslunni og hvetur Alþingi til að hrinda þeim í framkvæmd. Bæjarráð bendir þó á að í skýrslunni er ekki fjallað um jöfnun eldsneytisverðs til flugsamgangna, sem er mikilvægur þáttur í því að bæta nýtingu millilandaflugvalla á landinu. Bæjarráð hvetur því samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að láta skoða þann þátt sérstaklega og jafna eldsneytisverð á millilandaflugvöllum landsins.
Jafnframt óskar bæjarráð eftir fundi með fulltrúum Austurbrúar til þess að ræða verkþætti áætlunarinnar.