Gjaldskrá leikskóla 2019

Málsnúmer 201812028

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 450. fundur - 10.12.2018

Lagðar fram gjaldskrár leikskóla Fljótsdalshéraðs, eins og þær voru afgreiddar af fræðslunefnd og taka eiga gildi frá 1. janúar 2019.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár, sem hækka almennt um 2%. Helstu taxtar verða sem hér segir:
Á Brúarási verður almennt tímagjald á mánuði kr. 3.295. Forgangsgjald kr. 2.186 á mánuði og tímagjald fyrir leikskóladvöl umfram 8 stundir kr. 9.739 á mánuði.

Á leikskólunum Hádegishöfða og Tjarnarskógi verður almennt tímagjald á mánuði kr. 3.777. Forgangsgjald kr. 2.516 á mánuði og tímagjald fyrir leikskóladvöl umfram 8 stundir kr. 9.739 á mánuði.
Skólamáltíðir á Hádegishöfða og Tjarnarskógi verða sem hér segir:
Morgunverður kr. 1.076
Ávaxtagjald kr. 969
Hádegisverður kr. 4.481
Nónhressing kr. 2.041

Í öllum leikskólunum er systkinafsláttur 25% fyrir annað barn en þriðja barn er gjaldfrjálst.
Ekki er veittur afsláttur af fæði.
Systkinaafsláttur er einnig veittur ef annað barn er hjá dagforeldri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.