Vinabæjarmót í Eidsvoll dagana 16. - 18. maí 2019

Málsnúmer 201810172

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 445. fundur - 05.11.2018

Fram kemur að boðið er til vinabæjamóts í Eidsvoll í Noregi 16. til 18. maí á næsta ári. Von er á formlegri dagskrá á næstu vikum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 450. fundur - 10.12.2018

Fyrir liggur boð frá vinabænum Eidsvoll í Noregi vegna fyrirhugaðs vinabæjamóts sem hald á 16. til 18. maí næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að senda tvo fulltrúa ásamt mökum á vinabæjamótið og að þeir verði Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Anna Alexandersdóttir formaður bæjarráðs.