Gagnaver

Málsnúmer 201901104

Atvinnu- og menningarnefnd - 81. fundur - 21.01.2019

Fyrir liggur tölvupóstur og tillaga frá Benedikt Warén, dagsettur 17. janúar 2019, þar sem 'hvatt er til þess að haldið verði áfram vinnu við skipulag um gagnaver með það að markmiði að árið 2020 verði hægt að taka í notkun gagnaver á Egilsstöðum'.

Atvinnu- og menningarnefnd telur brýnt að tryggð verði næg raforka á svæðinu til þess að hægt verði að byggja upp frekari atvinnurekstur, s.s. gagnaver. Jafnframt leggur nefndin til að við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði skoðuð möguleg svæði fyrir gagnaver.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.