Skógræktarmál

Málsnúmer 201901105

Atvinnu- og menningarnefnd - 81. fundur - 21.01.2019

Fyrir liggur tölvupóstur og tillaga frá Benedikt Warén, dagsettur 17. janúar 2019, þar sem 'hvatt er til þess að skógrækt á Fljótsdalshéraði verði hafin til vegs og virðingar og nái fyrri stöðu greinarinnar á landsvísu'.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur bæjarstjórn til að skoða hlutverk sveitarfélagsins í eflingu skógræktar í tengslum við aðgerðir í loftslagsmálum, við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.