Kirkjur - menningarveðmæti

Málsnúmer 201811063

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 447. fundur - 19.11.2018

Lagt fram erindi frá Þórhalli Pálssyni varðandi viðhald kirkna innan sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að senda erindið til umfjöllunar til atvinnu- og menningarnefndar. Jafnframt hvetur bæjarráð sóknarnefndir viðkomandi kirkna að senda inn umsóknir til húsafriðunarsjóðs, ef þær hyggja á endurbætur sinna sóknarkirkna. Sveitarfélagið er tilbúið að aðstoða við gerð slíkra umsókna, verði eftir því óskað.

Atvinnu- og menningarnefnd - 78. fundur - 26.11.2018

Fyrir liggur erindi frá Þórhalli Pálssyni varðandi viðhald kirkna innan sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 19. nóvember 2018 að senda erindið til umfjöllunar til atvinnu- og menningarnefndar. Jafnframt hvatti bæjarráð sóknarnefndir viðkomandi kirkna að senda inn umsóknir til húsafriðunarsjóðs, ef þær hyggðu á endurbætur sinna sóknarkirkna. Sveitarfélagið væri tilbúið að aðstoða við gerð slíkra umsókna, verði eftir því óskað.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur undir bókun bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.