Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2018

Málsnúmer 201809014

Atvinnu- og menningarnefnd - 73. fundur - 10.09.2018

Fyrir liggur auglýsing frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem vekur athygli á að næsti umsóknarfrestur í sjóðinn nálgast og hvetur aðila til að huga að umsóknum í tíma.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera minnispunkta um niðurstöður nefndarinnar og setja undir málið þannig að umhverfis- og framkvæmdanefnd hafi aðgang að þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 97. fundur - 12.09.2018

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur að opnað verður fyrir umsóknir næstu úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða öðru hvoru megin við mánaðamótin september-október.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 100. fundur - 24.10.2018

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir stöðu mála varðandi umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Umsókn í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 76. fundur - 29.10.2018

Fyrir liggur til kynningar tillaga að umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Umsóknin hefur einnig verið til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 105. fundur - 23.01.2019

Erindi frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þar sem óskað er eftir frekari gögnum með umsókn um styrk.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki útgáfu á framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 109. fundur - 27.03.2019

Fyrir liggur bréf frá Ferðamálastofu þar sem tilkynnt er staðfesting ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrkveitingu til verkefnisins "Laugavellir, Hafrahvammagljúfur og Magnahellir: Verndun náttúru og bætt öryggi gesta".

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar styrkveitingu til verkefnisins sem er brýnt.