Siðareglur kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 201809066

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 281. fundur - 19.09.2018

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem las og kynnti siðareglurnar. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi grein 2 og bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Fyrir fundinum lágu siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Fljótsdalshéraði, en reglurnar voru samþykktar í bæjarstjórn 19. júní 2013 og hlutu staðfestingu ráðuneytis sveitarstjórnarmála 11. desember sama ár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi siðareglur haldi gildi sínu. Jafnframt er því beint til kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins að staðfesta vilja sinn til að starfa samkvæmt reglunum með undirritun, sbr. ákvæði 10. gr. reglnanna. Bæjarstjóra er falið að sjá til þess að kjörnum fulltrúum gefist kostur á að undirrita skjal þess efnis og að tilkynna ráðuneyti sveitarstjórnarmála um ákvörðun bæjarstjórnar í samræmi við framangreint ákvæði sveitarstjórnarlaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.