Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

301. fundur 02. október 2019 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 483

Málsnúmer 1909016F

Fundargerðin lögð fram.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 119

Málsnúmer 1909018F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Aðalsteinn Ásmundarson sem lýsti vanhæfi sínu vegna liðar 2.11 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan og Gunnar Jónsson sem lýsti vanhæfi sínu vegna liðar 2.10 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Tilkynning Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu Geitdalsvegar nr. 9350-01 af vegaskrá.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og mótmælir niðurfellingu vegarins af vegaskrá með vísan til þess að þarna eru áform um uppbyggingu atvinnurekstrar. Ef af uppbyggingu verður, mun vegur uppfylla skilyrði 2. mgr. 8.gr. vegalaga nr. 80/2007 um héraðsvegi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Erindi frá Betra Fljótsdalshéraði, þar sem óskað er eftir að gatan Laufás verði löguð.

    Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Erindi frá Betra Fljótsdalshéraði þar sem óskað er eftir að göngustígur frá Ártröð að Dalskógum verði byggður upp og malbikaður.

    Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Erindi frá Hjördísi Ólafsdóttur þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu / sólskála við Koltröð 1.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hún láti grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Ósk um umsögn vegna landskipta Egilsstaða 1. í samræmi við 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um landskipti.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (GJ)
  • Bókun fundar Beiðni um umsögn vegna umsóknar á lögbýli að Öngulsá eystri.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn beiðnina og veitir jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (AÁ)
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn vegna breytingar á matskyldu mannvirki, Vopnafjarðarlínu 1. Leitað er eftir álits Fljótsdalshéraðs á hvort fyrirhuguð breyting sé í samræmi við aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Í kafla 8.1.3 í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 segir "Til þess að greiða fyrir lagningu grunnkerfa og aðgengi að þeim, skal litið svo á að ekki sé um breytingu á aðalskipulagi að ræða ef veita er lögð í jörð þar sem annað grunnkerfi er fyrir á yfirborði" Því tekur bæjarstjórn undir það álit umhverfis- og framkvæmdanefndar, að ekki þurfi að koma til breytingar á aðalskipulagi vegna þessa.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn um lóðina Miðás 47 frá Atla Vilhelm Hjartarsyni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta lóðinni Miðás 47 til Atla Vilhelms Hjartarsonar. Vakin er athygli á að krafa er gerð til nýtingarhlutfalls á bilinu 0,1 til 0,6 miðað við gildandi deiliskipulag.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar á Sauðhaga 1/ lóð 2, úr frístundahúsi í íbúðarhús.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytta notkun og felur skipulags- og byggingarfulltrúa afgreiðslu máls.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Ósk um smávægilega færslu á byggingarreit innan lóðar að Þrándarstöðum lóð 7, til suðurs .

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytinguna og að hún fái málsmeðferð í samræmi við 43. gr skipulagslaga nr.123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Erindi frá svæðisstjóra Eimskips með ósk um stækkun lóðar á athafnasvæði fyrirtækisins að Tjarnarás 2.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila stækkun á lóð við Tjarnaás 2 í samræmi við tillögu í erindi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 92

Málsnúmer 1909012F

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 3.7. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 3.4 og 3.7 og Karl Lauritzson, sem ræddi liði 3.4 og 3.7.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2020.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lágu ýmis gögn sem unnin hafa verið um flokkun áfangastaða í sveitarfélaginu og forgangsröðun uppbyggingu þeirra.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að gerðar verði umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna Sænautasels og jafnframt verði sótt um frekari styrk vegna verkefna í Laugavalladal og við Hafrahvammagljúfur. Lagt er til að myndaður verði starfshópur sem vinni að nýjum forgangslista um uppbyggingu ferðamannastaða í sveitarfélaginu. Í honum verði fulltrúar atvinnu- og menningarnefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar og náttúruverndarnefndar. Jafnframt lagt til að við endurskoðun aðalskipulags verði mynduð stefna um uppbyggingu helstu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja til kynningar niðurstöður ferðavenjukönnunar frá Ferðamálastofu, ágúst 2019. Könnunin heitir; Erlendir ferðamenn á Egilsstöðum sumarið 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar fyrirliggjandi könnun Ferðamálastofu sem gefur athyglisverðar upplýsingar um ferðavenjur erlendra ferðamanna á Fljótsdalshéraði. Bæjarstjórn hvetur hagsmunaaðila til að kynna sér niðurstöður könnunarinnar og felur starfsmanni nefndarinnar að setja þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 279

Málsnúmer 1909019F

Fundargerðin lögð fram.

5.Félagsmálanefnd - 175

Málsnúmer 1909017F

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

6.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 68

Málsnúmer 1909021F

Fundargerðin lögð fram.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 55

Málsnúmer 1909002F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 7.7.

Fundargerðin lögð fram.

8.Umsókn um breytingu á gildandi rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Setberg Fellum

Málsnúmer 201907035

Til máls tók: Kristjana Sigurðardóttir, sem lýsti vanhæfi sínu vegna afgreiðslu þessa liðar og úrskurðaði forseti hana vanhæfa.

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Setbergi Fellum. Umsækjandi er Helgi Hjálmar Bragason. Forsvarsmaður Heiðveig Agnes Helgadóttir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 1. mgr. 12. gr. og 1. tl. 4. mgr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (KS).

9.Umsókn rekstrarleyfi um veitingu veitinga í flokki II - kaffitería Egilsstaðarflugvelli

Málsnúmer 201909043

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki II, Kaffiterían Egilsstaðaflugvelli. Umsækjandi er LMOJ ehf kt.511115-3290. Forsvarsmaður Jitka Hamrová.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Gíslastaðir

Málsnúmer 201907031

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II, Gíslastaðir Cottage. Umsækjandi er Sæmundur Guðmundsson. Forsvarsmaður sá sami.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806080

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Sigurður Gunnarsson af D lista og óháðra verði varaformaður fræðslunefndar og að Sigrún Hólm Þórleifsdóttir af D lista og óháðra verði varamaður í fræðslunefnd.

Einnig að Sigrún Hólm Þórleifsdóttir af D lista og óháðra verði aðalmaður í atvinnu- og menningarnefnd og Ívar Karl Hafliðason af D lista og óháðra verði varamaður í nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:45.