Atvinnu- og menningarnefnd - 92
Málsnúmer 1909012F
-
Bókun fundar
Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2020.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lágu ýmis gögn sem unnin hafa verið um flokkun áfangastaða í sveitarfélaginu og forgangsröðun uppbyggingu þeirra.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að gerðar verði umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna Sænautasels og jafnframt verði sótt um frekari styrk vegna verkefna í Laugavalladal og við Hafrahvammagljúfur. Lagt er til að myndaður verði starfshópur sem vinni að nýjum forgangslista um uppbyggingu ferðamannastaða í sveitarfélaginu. Í honum verði fulltrúar atvinnu- og menningarnefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar og náttúruverndarnefndar. Jafnframt lagt til að við endurskoðun aðalskipulags verði mynduð stefna um uppbyggingu helstu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja til kynningar niðurstöður ferðavenjukönnunar frá Ferðamálastofu, ágúst 2019. Könnunin heitir; Erlendir ferðamenn á Egilsstöðum sumarið 2018.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar fyrirliggjandi könnun Ferðamálastofu sem gefur athyglisverðar upplýsingar um ferðavenjur erlendra ferðamanna á Fljótsdalshéraði. Bæjarstjórn hvetur hagsmunaaðila til að kynna sér niðurstöður könnunarinnar og felur starfsmanni nefndarinnar að setja þær á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.