Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

279. fundur 24. september 2019 kl. 16:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir varaformaður
  • Björg Björnsdóttir aðalmaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Gunnarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Sóley Valdimarsdóttir mættu á fundinn undir lið 1 á dagskránni. Tryggvi Hermannsson mætti sem áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla á fundinn undir lið 2. Sóley Þrastardóttir og Jón Arngrímsson skólastjórar tónlistarskólanna á Egilsstöðum og Brúarási mættu einnig á fundinn undir lið 2.

Leifur Þorkelsson vék af fundi kl. 17:30.

1.Upphaf skólastarfs í leikskólum Fljótsdalshéraðs 2019-2020

Málsnúmer 201909107

Guðmunda Vala Jónasdóttir boðaði forföll en sendi fundinum greinargerð um stöðu mála í upphafi skólaárs á Hádegishöfða sem fræðslustjóri las upp á fundinum.

Sigríður Herdís Pálsdóttir fór yfir stöðu mála í upphafi skólaárs í leikskólanum í Tjarnarskógi.

Í báðum leikskólum er vaxandi þörf fyrir viðbótarkennslu og skólatími nemenda hefur verið að lengjast undanfarin ár. Í báðum skólunum hefur tekist vel að manna störf í leikskólunum í haust.

Lagt fram til kynningar.

2.Upphaf skólastarfs í tónlistarskólum Fljótsdalshéraðs 2019-2020

Málsnúmer 201909108

Sóley Þrastardóttir sagði frá upphafi skólastarfs í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum en litlar breytingar eru á reglubundnu starfi skólans frá síðasta skólaári. Aðstoðarskólastjóri er nú kominn til starfa, ráðið er í allar kennarastöður og nemendafjöldi er mjög svipaður og á síðastliðnu skólaári.

Jón Arngrímsson sagði frá upphafi skólastarfs í Tónlistarskólanum í Brúarási, þar hefur verið örlítil fækkun nemenda, en það kann að breytast þegar líður á skólaárið. Litlar breytingar eru á kennarahópnum þó eru tveir stundakennarar við störf í vetur sem ekki störfuðu þar síðastliðinn vetur en ekki er breyting á heildarstarfshlutfalli kennara við skólann á milli ára.

Drífa Sigurðardóttir boðaði forföll en sendi greinargerð um upphaf skólastarfsins sem fræðslustjóri las upp. Í Tónlistarskólanum í Fellabæ hefur verið fjölgun nemenda en litlar breytingar eru á kennarahópnum.

Lagt fram til kynningar.

3.Undirbúningur vegna ályktana á haustþingi SSA 2019

Málsnúmer 201909002

Fræðslunefnd leggur fram eftirfarandi tillögur um ályktanir fyrir aðalfund SSA 22019:

Stoðþjónusta leik- og grunnskóla
Aðalfundur SSA haldinn á Borgarfirði 11. og 12. október 2019 ítrekar
mikilvægi þess að stoðþjónusta leik- og grunnskóla á svæðinu verði efld til að mæta vaxandi þörf fyrir fjölþættan stuðning. Fundurinn beinir því til stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands að leita leiða, í samráði við fulltrúa
fræðslu- og félagsþjónustusviða sveitarfélaganna og HSA, til að fjölga úrræðum sem
skólastofnunum, nemendum og forráðamönnum standa til boða.


Móttaka og kennsla tvítyngdra nemenda
Aðalfundur SSA haldinn á Borgarfirði felur stjórn að kanna hvort sveitarfélög á starfssvæði þess geti unnið saman að mótun áætlunar fyrir móttöku og kennslu tvítyngdra nemenda þar sem horft er til góðra viðmiða og þekktra aðferða annars staðar frá, svo sem m.a. þeim tækifærum sem geta falist í fjarkennslu. Stór hluti nýbúa í sveitarfélögum á Austurlandi er af erlendum uppruna og því er mikilvægt að tryggja að þeim farnist sem best. SSA tekur að sér að kalla saman starfshóp skipaðan fulltrúum sveitarfélaganna. Hópurinn skili tillögum til sveitarfélaganna fyrir 1. mars nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Áskorun vegna hamfarahlýnunar

Málsnúmer 201909093

Lagt fram til kynningar.

5.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.