Upphaf skólastarfs í tónlistarskólum Fljótsdalshéraðs 2019-2020

Málsnúmer 201909108

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 279. fundur - 24.09.2019

Sóley Þrastardóttir sagði frá upphafi skólastarfs í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum en litlar breytingar eru á reglubundnu starfi skólans frá síðasta skólaári. Aðstoðarskólastjóri er nú kominn til starfa, ráðið er í allar kennarastöður og nemendafjöldi er mjög svipaður og á síðastliðnu skólaári.

Jón Arngrímsson sagði frá upphafi skólastarfs í Tónlistarskólanum í Brúarási, þar hefur verið örlítil fækkun nemenda, en það kann að breytast þegar líður á skólaárið. Litlar breytingar eru á kennarahópnum þó eru tveir stundakennarar við störf í vetur sem ekki störfuðu þar síðastliðinn vetur en ekki er breyting á heildarstarfshlutfalli kennara við skólann á milli ára.

Drífa Sigurðardóttir boðaði forföll en sendi greinargerð um upphaf skólastarfsins sem fræðslustjóri las upp. Í Tónlistarskólanum í Fellabæ hefur verið fjölgun nemenda en litlar breytingar eru á kennarahópnum.

Lagt fram til kynningar.