-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Tilkynning Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu Geitdalsvegar nr. 9350-01 af vegaskrá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og mótmælir niðurfellingu vegarins af vegaskrá með vísan til þess að þarna eru áform um uppbyggingu atvinnurekstrar. Ef af uppbyggingu verður, mun vegur uppfylla skilyrði 2. mgr. 8.gr. vegalaga nr. 80/2007 um héraðsvegi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Erindi frá Betra Fljótsdalshéraði, þar sem óskað er eftir að gatan Laufás verði löguð.
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Erindi frá Betra Fljótsdalshéraði þar sem óskað er eftir að göngustígur frá Ártröð að Dalskógum verði byggður upp og malbikaður.
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Erindi frá Hjördísi Ólafsdóttur þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu / sólskála við Koltröð 1.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hún láti grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Ósk um umsögn vegna landskipta Egilsstaða 1. í samræmi við 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um landskipti.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (GJ)
-
Bókun fundar
Beiðni um umsögn vegna umsóknar á lögbýli að Öngulsá eystri.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn beiðnina og veitir jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (AÁ)
-
Bókun fundar
Fyrir liggur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn vegna breytingar á matskyldu mannvirki, Vopnafjarðarlínu 1. Leitað er eftir álits Fljótsdalshéraðs á hvort fyrirhuguð breyting sé í samræmi við aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í kafla 8.1.3 í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 segir "Til þess að greiða fyrir lagningu grunnkerfa og aðgengi að þeim, skal litið svo á að ekki sé um breytingu á aðalskipulagi að ræða ef veita er lögð í jörð þar sem annað grunnkerfi er fyrir á yfirborði" Því tekur bæjarstjórn undir það álit umhverfis- og framkvæmdanefndar, að ekki þurfi að koma til breytingar á aðalskipulagi vegna þessa.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Umsókn um lóðina Miðás 47 frá Atla Vilhelm Hjartarsyni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta lóðinni Miðás 47 til Atla Vilhelms Hjartarsonar. Vakin er athygli á að krafa er gerð til nýtingarhlutfalls á bilinu 0,1 til 0,6 miðað við gildandi deiliskipulag.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar á Sauðhaga 1/ lóð 2, úr frístundahúsi í íbúðarhús.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytta notkun og felur skipulags- og byggingarfulltrúa afgreiðslu máls.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Ósk um smávægilega færslu á byggingarreit innan lóðar að Þrándarstöðum lóð 7, til suðurs .
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytinguna og að hún fái málsmeðferð í samræmi við 43. gr skipulagslaga nr.123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Erindi frá svæðisstjóra Eimskips með ósk um stækkun lóðar á athafnasvæði fyrirtækisins að Tjarnarás 2.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila stækkun á lóð við Tjarnaás 2 í samræmi við tillögu í erindi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.