Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

68. fundur 26. september 2019 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir formaður
  • Einar Tómas Björnsson varaformaður
  • Margrét Sigríður Árnadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Hrund Erla Guðmundsdóttir skjalastjóri

1.Fjárhagsáætlun Jafnréttisnefndar 2020

Málsnúmer 201909116

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun jafnréttisnefndar fyrir 2020. Jafnréttisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög með breytingum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Málsnúmer 201909117

Formaður kynnti fyrir nefndarfólki punkta frá Landsfundi um jafnréttismál sveitafélaga sem hún fór á fyrir hönd sveitafélagsins. Nefndin ræddi ýmsa möguleika til úrbóta og áframhaldandi vinnu í jafnréttismálum.

Lagt fram til kynningar.

3.Jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201808191

Starfsmanni nefndarinnar falið að kalla eftir tillögum hjá starfsfólki sveitafélagsins í upphafi endurskoðunar Jafnréttisáætlunar sveitafélagsins 2020-2024.

Að öðru leiti er málið áfram í vinnslu.

4.Jafnlaunavottun innleiðing 2018

Málsnúmer 201811007

Starfsmaður Jafnréttisnefndar kynnti ferli jafnlaunavottunarinnar og helstu eiginleika þess. Fljótsdalshérað hlaut jafnlaunavottun í ágúst 2019.

5.Kvennafrídagur 2019

Málsnúmer 201909118

Jafnréttisnefnd hvetur konur til að leggja niður störf á kvennafrídaginn þann 24. október til að sýna samstöðu í verki gegn kynbundnu launamisrétti, en 80% starfsfólks sveitafélagsins eru konur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:00.