Formaður kynnti fyrir nefndarfólki punkta frá Landsfundi um jafnréttismál sveitafélaga sem hún fór á fyrir hönd sveitafélagsins. Nefndin ræddi ýmsa möguleika til úrbóta og áframhaldandi vinnu í jafnréttismálum.
Starfsmanni nefndarinnar falið að kalla eftir tillögum hjá starfsfólki sveitafélagsins í upphafi endurskoðunar Jafnréttisáætlunar sveitafélagsins 2020-2024.
Jafnréttisnefnd hvetur konur til að leggja niður störf á kvennafrídaginn þann 24. október til að sýna samstöðu í verki gegn kynbundnu launamisrétti, en 80% starfsfólks sveitafélagsins eru konur.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.