Jafnlaunavottun innleiðing

Málsnúmer 201811007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 477. fundur - 12.08.2019

Fyrir liggur jafnlaunavottun vottunaraðila fyrir Fljótsdalshérað, en Jafnréttisstofa gefur svo út hið formlega jafnlaunamerki í framhaldi af þeirri vottun.
Bæjarráð fagnar því að þessum áfanga hefur verið náð og þakkar þeim starfsmönnum sem unnið hafa að þessu verkefni undanfarið ár fyrir þeirra vinnu.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 68. fundur - 26.09.2019

Starfsmaður Jafnréttisnefndar kynnti ferli jafnlaunavottunarinnar og helstu eiginleika þess. Fljótsdalshérað hlaut jafnlaunavottun í ágúst 2019.