Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

306. fundur 15. janúar 2020 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson forseti
 • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
 • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
 • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
 • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
 • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Í upphafi fundar voru veittar viðurkenningar fyrir íþróttafólk ársins hjá Fljótadalshéraði.
Íþróttamennirnir eru. Lísbet Eva Halldórsdóttir fimleikakona og Gabríel Arnarson kraftlyftingamaður.
Veitti Sigurður Gunnarsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar þeim viðurkenningarskjal og blómvendi fyrir góðan árangur.

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 493

Málsnúmer 1912005FVakta málsnúmer

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála sbr. bókun bæjarstjórnar frá 4. desember 2019.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 494

Málsnúmer 1912011FVakta málsnúmer

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála sbr. bókun bæjarstjórnar frá 4. desember 2019.

Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 495

Málsnúmer 2001001FVakta málsnúmer

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála sbr. bókun bæjarstjórnar frá 4. desember 2019.

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 12. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 12 og lið 3. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 12, lið 2 og lið 9 og bar fram fyrirspurnir. Björn Ingimarsson sem ræddi lið 2 og svaraði fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 9 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 496

Málsnúmer 2001007FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram:

5.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 85

Málsnúmer 2001005FVakta málsnúmer

Til máls tók: Björn Ingimarsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
 • 5.1 202001024 Forvarnadagur 2020
  Bókun fundar Í vinnslu.
 • 5.2 201807002 Tómstundaframlag
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Á fundi ungmennaráðs kom fram að ráðið stefnir að því að halda skuggakosningar í tengslum við sveitarstjórnarkosningar og eins að reynt verði að vekja sem mesta athygli ungs fólks á kosningunum og þeim framboðum sem bjóða fram. Eins að hvetja til kosningaþátttöku ungs fólks í sveitarfélögunum öllum.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn fagnar fyrirhugaðri aðkomu ungmennaráðs að undirbúningi sveitarstjórnarkosninganna í vor og hvatningu þeirra til ungs fólks um þátttöku í þeim.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Fyrir fundi ungmennaráðs lá nýsamþykkt gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum. Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur það til að líkt og nú hefur verið samþykkt að ungmenni að 18 ára aldri fái frítt í sund þá verði einnig frítt í Héraðsþrek fyrir þennan aldurshóp.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til íþrótta- og tómstundanefndar til
  afgreiðslu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Beiðni um umsögn, rekstrarleyfi fyrir Gistihúsið Egilsstöðum

Málsnúmer 201912138Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar og veitinga í flokki IV í Gistihúsinu - Lake Hotel Egilsstaðir. Umsækjandi er Egilsstaðahúsið ehf, forsvarsmaður Gunnlaugur Jónasson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands hefur ekki borist.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806080Vakta málsnúmer

Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar hefur Alda Ósk Harðardóttir verið í leyfi frá nefndastörfum og gildir það til 31. mars 2020. Hún hefur nú óskað eftir að snúa aftur úr leyfinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að áður samþykkt leyfi Öldu Óskar verði stytt þannig að því ljúki frá deginum í dag.
Alda tekur því aftur sæti sem varamaður B-lista í fræðslunefnd í stað Einars Tómasar Björnssonar sem sinnti því hlutverki meðan hún var í leyfi og sem varamaður í atvinnu- og menningarnefnd, í stað Ásdísar Helgu Bjarnadóttur, sem var varamaður B-lista meðan Alda var í leyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:45.