Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

280. fundur 05. september 2018 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 436

Málsnúmer 1808011F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 1.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • 1.1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Náms- og atvinnulífssýningin Að heiman og heim var haldin í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þann 1. september, að frumkvæði samtakanna Ungt Austurland. Fljótsdalshérað var með bás á sýningunni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn fagnar frumkvæði samtakanna Ungt Austurland að halda náms- og atvinnulífssýningu til að kynna ungu fólki sem og öðrum fjölbreytileika atvinnutækifæra á Austurlandi. Bæjarstjórn óskar samtökunum til hamingju með vel heppnaða sýningu og lýsir yfir áhuga á samstarfi um frekari verkefni af svipuðum toga.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 1.7 201702095 Rafbílavæðing
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs voru kynnt drög að dagskrá heimsóknar forseta Íslands á Borgarfjörð og Hérað 11. til 13. september. Dagskráin verður auglýst opinberlega síðar þegar hún liggur endanlega fyrir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með áform forseta um að heimsækja svæðið og hlakkar til heimsóknarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 437

Málsnúmer 1808017F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 2.5.

Fundargerðin lögð fram.
  • 2.1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir lá erindi frá forstöðumanni Héraðsskjalasafnsins, varðandi skjalavörslu í tengslum við ný lög um persónuvernd.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela Aroni Thorarensen verkefnisstjóra innleiðingar persónuverndarmála hjá Fljótsdalshéraði að bregðast við erindinu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var farið yfir stöðuna og aðkomu HEF að þessum málun síðustu ár og þá innviði sem þegar eru til staðar í þeirra eigu. Einnig voru ræddir þeir samstarfssamninga sem gerðir hafa verið um lagningu ljósleiðara.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Í samræmi við bókun bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að kanna möguleika á að sveitarfélagið sinni sjálft uppbyggingu ljósleiðarakerfis í dreifbýli á Fljótsdalshéraði í gegnum HEF. Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir því að stjórn HEF taki saman gögn um fjárhagslega þætti verkefnisins. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við framkvæmdastjóra HEF.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 96

Málsnúmer 1808010F

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til framkvæmda við orkusparandi aðgerðir vegna húshitunar í Brúarásskóla í samræmi við fyrirliggjandi áætlun. Áætlunin gerir ráð fyrir loft í vatn varmadælulausn og að fyrirhugaðar framkvæmdir skili sér til baka í lækkuðum húshitunarkostnaði á 6 til 7 ára bili.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lagðir fram gangnaseðlar Jökuldals norðan og austan ár, Hróarstungu, Fella, Hjaltastaðaþinghár, Jökulsárhlíðar, Skriðdals, Valla og Eiðaþinghár.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð gangnaboð og felur starfsmanni sveitarfélagsins að dreifa fundargerð og gangnaseðlum á viðeigandi bæi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Til stendur að rífa niður hluta af Eskifjarðarlínu 1 loftlínu og leggja þess í stað jarðstreng. Ástæða þess er spennuaukning í kerfinu úr 66 kV í 132 kV. Með framkvæmdinni er sá hluti Eskifjarðarlínu 1, sem staðsettur er næst tengivirkinu Eyvindará, tengdur við þann hluta línunnar sem er nú þegar byggður fyrir 132 kV spennu. Tengivirkið Eyvindará er staðsett rétt norðan við Egilsstaði og liggur strengleið á landi Steinholts og Miðhúsa en nú þegar hefur átt sér stað samráð við landeigendur. Jarðstrengurinn þverar Miðhúsaá og fer í gegnum Miðhúsaskóg á um 500 metra kafla. Sameinast jarðstrengurinn núverandi kerfi í mastri nr. 13 á Eskifjarðarlínu 1.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar spennuhækkun á Eskifjarðarlínu 1. Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur fyrirhugaðar breytingar rúmast innan gildandi skipulags.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um samþykkt breytinga á deiliskipulagi fyrir lóð A6 og B2 Unalæk.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að skipulag verði auglýst að nýju í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir fundi liggur erindi frá eiganda Hamra 18 um breytingu á lóðamörkum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu þar sem áform eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 3.11 201606027 Selskógur deiliskipulag
    Bókun fundar Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá að taka ákvörðun um áframhald á vinnu við deiliskipulag Selskógar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ganga að tilboði AKS teiknistofu í gerð deiliskipulags.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

4.Félagsmálanefnd - 167

Málsnúmer 1807008F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

Fram kom að liður 4.7. kemur ekki fram í fundarboði og fundargerð bæjarstjórnar, þar sem um trúnaðarmál er að ræða. Eðlilegt væri að slíkir liðir sæjust í fundargerð, þó þeir séu merktir trúnaðarmál og kjörnir fulltrúar geti þar með kynnt sér þá í samræmi við reglur sem um þá gilda.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir fundi félagsmálanefndar lá samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Vopnafjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem staðfest var í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs 7. desember 2016 og tekur mið af samningi sveitarfélaganna frá árinu 2011.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og telur ástæðu til að skerpa á ákvæðum samningsins hvað varðar nokkra þætti.
    Bæjarstjórn leggur áherslu á að fulltrúar félagsmálanefndar vinni málið áfram í góðu samstarfi við viðkomandi sveitarfélög.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Sjá bókun undir lið 4.2.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi félagsmálanefndar var lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 18. júní s.l. þar sem bent er á aukna áherslu á aukið samráð og samvinnu við notendur þjónustunnar með valdeflingu að leiðarljósi og aukin áhrif notenda á útfærslu þjónustunnar. Minnisblaðið tekur mið af nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er taka gildi þann 1. október n.k. og fjallar um samráð við eldri borgara með stofnun öldungaráðs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela formanni félagsmálanefndar og félagsmálastjóra að hefja viðræður við stjórn Félags eldri borgara um samvinnu og samstarf, samhliða endurskoðun samnings FEB og félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

5.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 64

Málsnúmer 1808015F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 5.5.

Fundargerðin lögð fram.
  • 5.1 201808190 Jafnlaunavottun
    Bókun fundar Á fundi jafnréttisnefndar var farið yfir vinnu við gerð jafnlaunavottunar fyrir Fljótsdalshérað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með jafnréttisnefnd að rétt sé að kynna gang verkefnisins með frétt á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt er skorað á þau fyrirtæki og stofnanir á Fljótsdalshéraði sem ber skylda til að gera slíkar áætlanir, að vinna þær innan tilsetts tíma.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir fundinum lá boð á landsfund jafnréttismála sem haldinn verður í Mosfellsbæ 20. og 21. september. Áherslur fundarins að þessu sinni eru ungt fólk og jafnréttismál.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn fagnar því að nýkjörnir fulltrúar í jafnréttisnefnd geti allir sótt landsfund jafnréttismála.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 70

Málsnúmer 1805024F

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi liði 6.8. og 6.13

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn staðfestir kosningu Kristbjargar Mekkínar Helgadóttur sem varaformanns ungmennaráðs og óskar henni og fulltrúum ungmennaráðs velfarnaðar í störfum sínum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.5 201807001 Lýðheilsuvísar 2018
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.6 201808081 Ormasvæði
    Bókun fundar Fyrir fundi ungmennaráðs lá erindi frá Þjónustusamfélaginu á Héraði með hugmynd að fjölbreyttu útivistarsvæði á svæðinu milli Vilhjálmsvallar og Íþróttamiðstöðvar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og þakkar Þjónustusamfélaginu fyrir frumkvæðið. Bæjarstjórn beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að hugmyndin verði útfærð áfram hjá nefndinni með aðkomu ungmennaráðs og íþrótta- og tómstundanefndar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í ungmennaráði voru lagðar fram hugmyndir að bættum Tjarnargarði frá nemendum 6. bekkjar Egilsstaðaskóla.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði, þakkar fyrir hugmyndirnar og vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar í samræmi við bókun undir lið 6.6.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í ungmennaráði voru lagðar fram til kynningar upplýsingar um Barnamenningarhátíð sem haldin verður á Austurlandi í september næstkomandi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og hvetur börn, ungmenni og aðra bæjarbúa og gesti til að sækja hátíðina.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 6.9 201808169 Ungmennaþing 2019
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 6.11 201802102 Vegahús - ungmennahús
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi ungmennaráðs óskaði ráðið Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum til hamingju með þær viðurkenningar sem sundlaugin hlaut í sumar. Sundlaugin var valin besti baðstaður á Austurlandi af tímaritinu The Reykjavík Grapevine og fékk að auki viðurkenningu frá Sjálfsbjörgu, landssambandi hreyfihamlaðra, fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra í tengslum við Ársverkefni 2017, Sundlaugar okkar allra.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráð og fagnar frábæru starfi í Íþróttamiðstöðinni og vonar að áfram verði haldið á sömu braut.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að frumkvæði ungmennaráðs bendir bæjarstjórn nefndum og ráðum sveitarfélagsins á að leita umsagnar og álits ráðsins samkvæmt 4. gr. samþykkta fyrir ungmennaráð, en þar segir: Ungmennaráð tekur til umfjöllunar þau mál sem bæjarstjórn og nefndir sveitarfélagsins óska eftir hverju sinni. Þá er deildarstjórum og starfsfólki nefnda bent á að kynna ungmennaráð og hlutverk þess fyrir nýjum kjörnum fulltrúum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Leyfi kjörinna fulltrúa 2018 - 2022

Málsnúmer 201806092

Fyrir liggur erindi frá Hannesi Karli Hilmarssyni þar sem hann óskar eftir áframhaldandi leyfi í allt að 2 mánuði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 2. málsgreinar 30 gr. sveitarstjórnarlaga nr 138/2011 samþykkir bæjarstjórn að veita Hannesi Karli Hilmarssyni leyfi frá störfum í bæjarstjórn til 1. nóvember 2018. Hrefna Hlín Sigurðardóttir mun taka sæti Hannesar í bæjarstjórn umræddan tíma og Sonja Ólafsdóttir verður varabæjarfulltrúi á sama tíma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806080

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að kjósa eftirtalda aðila sem aðal- og varamenn í undirkjörstjórnir Fljótsdalshéraðs fyrir nýhafið kjörtímabil.

Aðalmenn: Erlendur Steinþórsson, Eydís Bjarnadóttir, Sóley Garðarsdóttir, Stefán Þór Hauksson, Rannveig Árnadóttir og Agnar Sverrisson.

Varamenn: Inga Rós Unnarsdóttir, Jóhann Hjalti Þorsteinsson, Sveinn Herjólfsson, Lovísa Hreinsdóttir, Jón Jónsson og Katrín Alfa Snorradóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Sigrúnu Blöndal L-lista sem varamann í félagsmálanefnd í stað Stefáns Boga Sveinssonar B-lista.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


9.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Tjarnarbraut 17

Málsnúmer 201808074

Til máls tók: Steinar Ingi Þorsteinsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Tjarnarbraut 17 Egilsstöðum, Crossroads Guesthouse. Umsækjandi Búi í Gerði ehf, Þorsteinn Pétursson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa fyrir allt að 10 gesti. Gilt starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur ekki fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (SIÞ).


10.Umsókn um tækifærisleyfi - Nýnemadansleikur Menntaskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201808208

Vísað er í erindi frá Sýslumanninum á Austurlandi dags 29.8. 2018 vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna á nýnemadansleiks M.E. sem halda á í Valaskjálf 7. september. Ábyrgðarmaður er Árni Ólason skólameistari.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs veitir jákvæða umsögn um veitingu þessa tækifærisleyfis, enda liggja fyrir jákvæðar umsagnir frá lögreglu, brunaeftirliti og heilbrigðiseftirliti. Jafnframt er staðfest að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og fyrirhugaður opnunartími er innan marka sem fram koma í lögreglusamþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.