Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

64. fundur 30. ágúst 2018 kl. 14:00 - 15:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir formaður
  • Margrét Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Einar Tómas Björnsson varaformaður
Fundargerð ritaði: Stefán S. Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Jafnlaunavottun

Málsnúmer 201808190

Farið yfir vinnu við gerð jafnlaunavottunar fyrir Fljótsdalshérað. Jafnréttisnefnd mælist til þess að sett verði frétt inn á heimasíðuna um það verkefni og áskorun til fyrirtækja og stofnanna á Egilsstöðum um að vinna slíkar áætlanir innan tilsetts tíma.

2.Jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201808191

Lögð fram og kynnt jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs eins og hún var samþykkt 2016 af jafnréttisnefnd og bæjarstjórn. Gert er ráð fyrir að hún sé endurskoðuð á hverju kjörtímabili. Stefnt að því hefja þá vinnu á næsta ári.
Rætt um nauðsyn þess að sveitarfélagið geri viðhorfskönnun meðal starfsmanna og kanni vellíðan þeirra á vinnustað. Einnig að slíkar kannanir verði gerðar reglulega þannig að hægt verði að fylgjast með þróuninni milli tímabila. Jafnréttisnefnd hefur áhuga á að fá að koma að gerð slíkrar könnunar.

3.Fjárhagsáætlun Jafnréttisnefndar

Málsnúmer 201808192

Farið yfir ramma að fjárhagsáætlun 2019 og stefnt að því að vinna fjárhagsáætlunina betur á næsta fundi, sem stefnt er að því að halda að lokum landsfundi jafnréttisnefnda.

4.Framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar 2015 - 2019

Málsnúmer 201606004

Farið yfir framkvæmdaáætun jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs og sérstaklega horft á þau verkefni sem þar eru skráð í vinnslu eða er ólokið.
Málinu vísað til næsta fundar til frekari úrvinnslu.

5.Landsfundur jafnréttismála

Málsnúmer 201808193

Allir fulltrúar jafnréttisnefndar stefna á að sækja landsfundinn. Nefndarmenn skrá sig hver fyrir sig á ráðstefnuna. Stafsmaður sér um að panta flug og formaður tók að sér að kanna með gistingu, en upplýsigar þar um hafa ekki borist enn frá Mosfellsbæ.
Fram kom að Margrét verður með erindi á ráðstefnunni sem ber heitið Jafnrétti hjá ungu fólki.

Fundi slitið - kl. 15:15.