Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 436

Málsnúmer 1808011F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 280. fundur - 05.09.2018

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 1.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Náms- og atvinnulífssýningin Að heiman og heim var haldin í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þann 1. september, að frumkvæði samtakanna Ungt Austurland. Fljótsdalshérað var með bás á sýningunni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn fagnar frumkvæði samtakanna Ungt Austurland að halda náms- og atvinnulífssýningu til að kynna ungu fólki sem og öðrum fjölbreytileika atvinnutækifæra á Austurlandi. Bæjarstjórn óskar samtökunum til hamingju með vel heppnaða sýningu og lýsir yfir áhuga á samstarfi um frekari verkefni af svipuðum toga.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .7 201702095 Rafbílavæðing
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs voru kynnt drög að dagskrá heimsóknar forseta Íslands á Borgarfjörð og Hérað 11. til 13. september. Dagskráin verður auglýst opinberlega síðar þegar hún liggur endanlega fyrir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með áform forseta um að heimsækja svæðið og hlakkar til heimsóknarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.