Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 96

Málsnúmer 1808010F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 280. fundur - 05.09.2018

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til framkvæmda við orkusparandi aðgerðir vegna húshitunar í Brúarásskóla í samræmi við fyrirliggjandi áætlun. Áætlunin gerir ráð fyrir loft í vatn varmadælulausn og að fyrirhugaðar framkvæmdir skili sér til baka í lækkuðum húshitunarkostnaði á 6 til 7 ára bili.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lagðir fram gangnaseðlar Jökuldals norðan og austan ár, Hróarstungu, Fella, Hjaltastaðaþinghár, Jökulsárhlíðar, Skriðdals, Valla og Eiðaþinghár.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð gangnaboð og felur starfsmanni sveitarfélagsins að dreifa fundargerð og gangnaseðlum á viðeigandi bæi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Til stendur að rífa niður hluta af Eskifjarðarlínu 1 loftlínu og leggja þess í stað jarðstreng. Ástæða þess er spennuaukning í kerfinu úr 66 kV í 132 kV. Með framkvæmdinni er sá hluti Eskifjarðarlínu 1, sem staðsettur er næst tengivirkinu Eyvindará, tengdur við þann hluta línunnar sem er nú þegar byggður fyrir 132 kV spennu. Tengivirkið Eyvindará er staðsett rétt norðan við Egilsstaði og liggur strengleið á landi Steinholts og Miðhúsa en nú þegar hefur átt sér stað samráð við landeigendur. Jarðstrengurinn þverar Miðhúsaá og fer í gegnum Miðhúsaskóg á um 500 metra kafla. Sameinast jarðstrengurinn núverandi kerfi í mastri nr. 13 á Eskifjarðarlínu 1.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar spennuhækkun á Eskifjarðarlínu 1. Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur fyrirhugaðar breytingar rúmast innan gildandi skipulags.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um samþykkt breytinga á deiliskipulagi fyrir lóð A6 og B2 Unalæk.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að skipulag verði auglýst að nýju í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir fundi liggur erindi frá eiganda Hamra 18 um breytingu á lóðamörkum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu þar sem áform eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá að taka ákvörðun um áframhald á vinnu við deiliskipulag Selskógar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ganga að tilboði AKS teiknistofu í gerð deiliskipulags.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.