Fram er lagt erindi frá Hannesi K. Hilmarssyni, þar sem hann óskar eftir tímabundnu leyfi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Með vísan til 2. mgr. 30. gr. laga nr. 138/2011 veitir bæjarstjórn Hannesi Karli Hilmarssyni, M-lista, leyfi (tímabundna lausn) frá setu í bæjarstjórn til og með 19. ágúst 2018. Hrefna Hlín Sigurðardóttir mun verða bæjarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi M-lista í bæjarráði meðan á leyfinu stendur. Sonja Ólafsdóttir verður varabæjarfulltrúi meðan á leyfinu stendur.
Fyrir liggur erindi frá Hannesi Karli Hilmarssyni þar sem hann óskar eftir áframhaldandi leyfi í allt að 2 mánuði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Með vísan til 2. málsgreinar 30 gr. sveitarstjórnarlaga nr 138/2011 samþykkir bæjarstjórn að veita Hannesi Karli Hilmarssyni leyfi frá störfum í bæjarstjórn til 1. nóvember 2018. Hrefna Hlín Sigurðardóttir mun taka sæti Hannesar í bæjarstjórn umræddan tíma og Sonja Ólafsdóttir verður varabæjarfulltrúi á sama tíma.
Alda Ósk Harðardóttir, varafulltrúi B-lista í atvinnu- og menningarnefnd og fræðslunefnd, hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá nefndarstörfum sem gildi til 31. mars 2020. Beiðnin er sett fram með vísan til 1. mgr. 49. gr. laga nr. 138/2011.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að veita Öldu Ósk Harðardóttur leyfi frá nefndarstörfum til og með 31. mars 2020. Í hennar stað verði Ásdís Helga Bjarnadóttir annar varafulltrúi B-lista í atvinnu- og menningarnefnd og Einar Tómas Björnsson varafulltrúi B-lista í fræðslunefnd.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 2. mgr. 30. gr. laga nr. 138/2011 veitir bæjarstjórn Hannesi Karli Hilmarssyni, M-lista, leyfi (tímabundna lausn) frá setu í bæjarstjórn til og með 19. ágúst 2018. Hrefna Hlín Sigurðardóttir mun verða bæjarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi M-lista í bæjarráði meðan á leyfinu stendur.
Sonja Ólafsdóttir verður varabæjarfulltrúi meðan á leyfinu stendur.
Samþykkt samhljóða.