Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 64

Málsnúmer 1808015F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 280. fundur - 05.09.2018

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 5.5.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201808190 Jafnlaunavottun
    Bókun fundar Á fundi jafnréttisnefndar var farið yfir vinnu við gerð jafnlaunavottunar fyrir Fljótsdalshérað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með jafnréttisnefnd að rétt sé að kynna gang verkefnisins með frétt á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt er skorað á þau fyrirtæki og stofnanir á Fljótsdalshéraði sem ber skylda til að gera slíkar áætlanir, að vinna þær innan tilsetts tíma.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir fundinum lá boð á landsfund jafnréttismála sem haldinn verður í Mosfellsbæ 20. og 21. september. Áherslur fundarins að þessu sinni eru ungt fólk og jafnréttismál.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn fagnar því að nýkjörnir fulltrúar í jafnréttisnefnd geti allir sótt landsfund jafnréttismála.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.