Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

437. fundur 03. september 2018 kl. 08:15 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkra liði úr rekstri sveitarfélasins það sem af er ári og kynnti bæjarráðsmönnum.

2.Fundargerð 11. fundar stjórnar SSA

Málsnúmer 201808181Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerð SvAust 30.ágúst 2018

Málsnúmer 201808212Vakta málsnúmer

Björn fór yfir fundinn og málefni hans. Verið er að skoða verkefnið í heild og vinnuna við utanum hald þess.

4.Skjalavarsla í kjölfar nýrra laga um persónuvernd og miðlun persónuupplýsinga

Málsnúmer 201808211Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til Arons Thorarensen verkefnisstjóra vegna innleiðingar persónuverndarmála.

5.Lagning ljósleiðara í Eiðaþinghá

Málsnúmer 201805153Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna og aðkomu HEF að þessum málun síðustu ár og þá innviði sem þegar eru til staðar í þeirra eigu. Einnig þá samstarfssamninga sem gerðir hafa verið um lagningu ljósleiðara.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við HEF að fyrirtækið og starfsmenn þess taki að sér að leiða ljósleiðaravæðingu í dreifbýli á Fljótsdalshéraði fyrir hönd sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Bæjarráð Seyðisfjarðar kom til fundar með bæjarráði Fljótsdalshéraðs kl. 10:00.

Fundi slitið - kl. 09:15.