Farið yfir stöðuna og aðkomu HEF að þessum málun síðustu ár og þá innviði sem þegar eru til staðar í þeirra eigu. Einnig þá samstarfssamninga sem gerðir hafa verið um lagningu ljósleiðara. Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við HEF að fyrirtækið og starfsmenn þess taki að sér að leiða ljósleiðaravæðingu í dreifbýli á Fljótsdalshéraði fyrir hönd sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Bæjarráð Seyðisfjarðar kom til fundar með bæjarráði Fljótsdalshéraðs kl. 10:00.