Félagsmálanefnd - 167

Málsnúmer 1807008F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 280. fundur - 05.09.2018

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

Fram kom að liður 4.7. kemur ekki fram í fundarboði og fundargerð bæjarstjórnar, þar sem um trúnaðarmál er að ræða. Eðlilegt væri að slíkir liðir sæjust í fundargerð, þó þeir séu merktir trúnaðarmál og kjörnir fulltrúar geti þar með kynnt sér þá í samræmi við reglur sem um þá gilda.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir fundi félagsmálanefndar lá samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Vopnafjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem staðfest var í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs 7. desember 2016 og tekur mið af samningi sveitarfélaganna frá árinu 2011.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og telur ástæðu til að skerpa á ákvæðum samningsins hvað varðar nokkra þætti.
    Bæjarstjórn leggur áherslu á að fulltrúar félagsmálanefndar vinni málið áfram í góðu samstarfi við viðkomandi sveitarfélög.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Sjá bókun undir lið 4.2.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi félagsmálanefndar var lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 18. júní s.l. þar sem bent er á aukna áherslu á aukið samráð og samvinnu við notendur þjónustunnar með valdeflingu að leiðarljósi og aukin áhrif notenda á útfærslu þjónustunnar. Minnisblaðið tekur mið af nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er taka gildi þann 1. október n.k. og fjallar um samráð við eldri borgara með stofnun öldungaráðs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela formanni félagsmálanefndar og félagsmálastjóra að hefja viðræður við stjórn Félags eldri borgara um samvinnu og samstarf, samhliða endurskoðun samnings FEB og félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.