Erindi frá verkefnastjóra íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála og forstöðumanni félagsmiðstöðva

Málsnúmer 202009057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 526. fundur - 14.09.2020

Lögð fram samantekt frá verkefnastjóra íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála og forstöðumanni félagsmiðstöðva varðandi þátttöku í félagsmiðstöðvastarfi á Fljótsdalshéraði. Í samantektinni kemur fram að þátttaka í starfinu síðastliðinn vetur er umtalsvert meiri en fram kom í niðurstöðum Rannsóknar og greiningar, sem lá fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Bæjarráð þakkar fyrir greinargóða samantekt og yfirlit yfir það viðamikla starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum.