Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umfjöllunar og munu athugasemdir nefndarinnar koma aftur til bæjarráðs til frekari skoðunar.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambandsins um frumvarpið og telur að fyrirliggjandi frumvarp geti verið góður grundvöllur til málefnalegrar umfjöllunar um hvaða takmarkanir sé rétt að gera varðandi eignarhald á bújörðum.