Bæjarráð Fljótsdalshéraðs gerir athugasemd við þá þætti í reglugerðardrögunum sem snúa að rafrænni gagnavörslu og áherslum á aukið eftirlit, þar sem þessir þættir munu hafa í för með sér verulegan kostnaðarauka fyrir héraðsskjalasöfn. Æskilegt er að fram fari greining á fjárhagslegum áhrifum þessa á sveitarfélög og hvernig við þeim verði brugðist. Að öðru leyti er vísað til umsagnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga um málið.