Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

525. fundur 07. september 2020 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Hannes Hilmarsson sat fundinn í geng um síma.

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

2.Fundargerðir Ársala bs 2020

Málsnúmer 202002095

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir umræður á fundinum og kynnti fyrir fundarmönnum.

Fram kom m.a. í fundargerð stjórnar Ársala að leita skuli tilboða í hönnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Lagarás 21-33 að fengnu samþykki aðildarsveitarfélaga fyrir því að ráðist skuli í umræddar framkvæmdir.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að leitað verði tilboða í hönnun og að sá verkþáttur verði unninn. Bæjarráð leggur til að stjórn Ársala verði falið að kanna með mögulega aðkomu félagsmálaráðuneytis og/eða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að verkefninu og er niðurstaða úr þeirri vinnu liggur fyrir, sem og hönnunar, verði unnin kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina í heild sem verði lögð fyrir sveitarstjórnir til afgreiðslu áður en lengra verði haldið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202002017

Lagt fram til kynningar.

4.Stjórn Sambands íslenskra sveitafélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 202002016

Lagt fram til kynningar.

5.Stytting vinnuvikunnar

Málsnúmer 202006040

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð vekur athygli á að um mjög skamman tíma er að ræða til að fá niðurstöðu á hverjum vinnustað sveitarfélagsins um mögulegt breytt skipulag vinnutíma og felur bæjarstjóra að kanna hvort hægt er að fá frest til að skila niðurstöðum. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra og skrifstofustjóra að koma vinnu við verkefnið af stað í samstarfi við starfsfólk á vinnustöðum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Kjörskrá sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar 19. september 2020

Málsnúmer 202009011

Lagðir fram kjörskrárstofnar fyrir væntanlegar sveitarstjórnarkosningar þann 19. sept. nk.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leggja þá fram samkvæmt reglum þar um.

7.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202005214

Lagt fram til kynningar.

8.Yfirlit viðauka Seyðisfjarðarkaupstaðar 2020

Málsnúmer 202009021

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrir sitt leyti viðauka Seyðisfjarðarkaupstaðar nr. 5, 6, 7, og 8 við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2020, eins og þeir liggja fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Stefán Bogi leggur fram eftirfarandi bókun:
Efnislega er ég ósammála því sem lagt er upp með í fram lögðum viðauka og lýtur að kaupum á færanlegri kennslustofu. En í ljósi þess að gert var ráð fyrir kaupunum í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sem samþykkt var af bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar og að fjárhæðin sem um ræðir, 8 milljónir króna, hefur út af fyrir sig ekki afgerandi áhrif á fjárhag nýs sveitarfélags, tel ég ekki forsendur til annars en að samþykkja viðaukann sem bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur samþykkt, þó það sé ekki gert með glöðu geði.

Fundi slitið - kl. 09:45.