Yfirlit viðauka Seyðisfjarðarkaupstaðar 2020

Málsnúmer 202009021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 525. fundur - 07.09.2020

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrir sitt leyti viðauka Seyðisfjarðarkaupstaðar nr. 5, 6, 7, og 8 við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2020, eins og þeir liggja fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Stefán Bogi leggur fram eftirfarandi bókun:
Efnislega er ég ósammála því sem lagt er upp með í fram lögðum viðauka og lýtur að kaupum á færanlegri kennslustofu. En í ljósi þess að gert var ráð fyrir kaupunum í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sem samþykkt var af bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar og að fjárhæðin sem um ræðir, 8 milljónir króna, hefur út af fyrir sig ekki afgerandi áhrif á fjárhag nýs sveitarfélags, tel ég ekki forsendur til annars en að samþykkja viðaukann sem bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur samþykkt, þó það sé ekki gert með glöðu geði.