Stytting vinnuvikunnar

Málsnúmer 202006040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 525. fundur - 07.09.2020

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð vekur athygli á að um mjög skamman tíma er að ræða til að fá niðurstöðu á hverjum vinnustað sveitarfélagsins um mögulegt breytt skipulag vinnutíma og felur bæjarstjóra að kanna hvort hægt er að fá frest til að skila niðurstöðum. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra og skrifstofustjóra að koma vinnu við verkefnið af stað í samstarfi við starfsfólk á vinnustöðum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.