Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

520. fundur 06. júlí 2020 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, skv. bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá fundi hennar 18. júní 2020.


Anna Alexandersdóttir var í símasambandi við fundinn og fól Stefáni Boga fundarstjórn.

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti bæjarráði nokkur mál sem varða rekstur og fjárhag sveitarfélagsins á árinu.
Einnig farið yfir upplýsingar frá Austurbrú varðandi skráð atvinnuleysi á svæðinu.

2.Hluthafafundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. 2020

Málsnúmer 202006074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 2020

Málsnúmer 202006148Vakta málsnúmer

Björn fór yfir málefni sem rædd voru á fundinum og kynnti fyrir bæjarráði. Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

4.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202005214Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð byggingarnefndar menningarhúss og hún staðfest.

5.Bókun vegna opinbera starfa á landsbyggðinni.

Málsnúmer 202007002Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tekur undir bókun byggðaráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem fjölgun opinberra starfa hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki er fagnað.
Fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni er mikilvægur þáttur í að auka fjölbreytileika atvinnulífs hjá fjölmörgum sveitarfélögum landsbyggðarinnar. Sveitarfélögin eru misjöfn að stærð og gerð en eiga það öll sammerkt að fjölgun opinberra starfa eykur samkeppnisfærni þeirra og skapar þeim tækifæri til vaxtar og framþróunar.

Bæjarráð bendir þó á að til eru dæmi um að ríkisvaldið gangi í þveröfuga átt, svo sem með nýlegum uppsögnum aðstoðartollvarða á Seyðisfirði.
Bæjarráð hvetur stjórnvöld til að taka þá ákvörðun til endurskoðunar og að öll ráðuneyti og stofnanir ríkisins vinni markvisst að því að fjölga opinberum störfum sem víðast um landið. Til þess eru fjölmörg tækifæri.

6.Breyting á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun, áform um vindmyllur

Málsnúmer 201906113Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að fulltrúar Orkusölunnar komi inn á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir málið. Erindið er áfram í vinnslu.

7.Endurskoðun byggðaáætlunar - spurningakönnun Byggðastofnunar

Málsnúmer 202007004Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að senda könnunina á bæjarfulltrúa og aðalfulltrúa í nefndum og hvetur sem flesta til að taka þátt í könnuninni.

8.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar, Farfuglaheimilið Húsey

Málsnúmer 202005141Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Húsey. Umsækjandi og forsvarsmaður er Laufey Ólafsdóttir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa.
Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarráð jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarráð vekur þó athygli leyfisveitenda á ábendingum byggingarfulltrúa sem fram koma í umsögn hans.

Bæjarráð bendir jafnframt á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

9.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis vegna Covid-19

Málsnúmer 202007008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.