Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

524. fundur 31. ágúst 2020 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkra liði tengda rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti fyrir fundarmönnum.

2.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202005214

Björn fór yfir málefni fundarins með bæjarráði og upplýsti um gang mála.

3.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis vegna Covid-19

Málsnúmer 202007008

Lagt fram til kynningar.

4.Styrkbeiðni. Saga Dags á Akureyri

Málsnúmer 202008120

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir styrk vegna ritunar sögu blaðsins Dags á Akureyri.
Bæjarráð hafnar styrkbeiðninni, en óskar söguriturum góðs gengis.

5.Hugmynd um merkingar við Eyvinará

Málsnúmer 202008136

Rætt erindi varðandi slysavarnir við Eyvindará í sambandi við stökk ungmenna í ána á góðveðursdögum.
Bæjarráð þakkar fyrir frumkvæðið, tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari útfærslu og kostnaðargreiningu á verkefninu.

6.Niðurstöður könnunar á stafrænni stöðu sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202008137

Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til verkefnisstjóra rafrænnar þróunar og þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi, til upplýsinga.

7.Nafnabreyting á samningi um förgun úrgangs

Málsnúmer 202008139

Björn kynnti málið og samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að sjá um nafnabreytinguna fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 09:15.