Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020

Málsnúmer 201910030

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 281. fundur - 22.10.2019

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir 2,5% hækkun leikskólagjalda frá 1. janúar 2020. Frá sama tíma hækkar systkinaafsláttur úr 25% í 35%. Áfram verður 3. barn í leikskóla gjaldfrítt.

Áætlunin gerir jafnframt ráð fyrir hækkun tónlistarskólagjalda um 2,5% frá og með skólaárinu 2020-2021.

Fræðslunefnd leggur þunga áherslu á að verði af sameiningu sveitarfélaga 26. október nk. verði uppbygging tækni í skólum hins nýja sveitarfélags sett í algjöran forgang við skiptingu fjármagns frá Jöfnunarsjóða til innviða. Það verður að tryggja samkeppnishæfi nemenda og kennara í skólum sveitarfélagsins í nútímasamfélagi. Sömuleiðis er því beint til bæjarstjórnar að fjölgað verði starfsmönnum við upplýsingatækni á miðlægu sviði til að sinna þjónustu við skólastofnanir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.