Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 487
Málsnúmer 1910026F
.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs fór bæjarstjóri yfir fund sem hann og nokkrir starfsmenn Fljótsdalshéraðs áttu með forsvarsmönnum Hattar, þar sem farið var yfir rekstur meistaraflokka félagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið veiti viðbótarframlag á árinu 2019, vegna starfsemi meistaraflokka félagsins, upp á kr. 7,5 milljónir. Framlagið verði fært á lið 06820 framlag til Hattar. Á móti verði fjármagnið tekið af lið 27010. Þetta hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu sveitarsjóðs, en skráist sem viðauki 5.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Hitaveitu Egilsstaða og Fella um að haldinn verði aukaaðalfundur HEF fyrir lok nóvember. Framkvæmdastjóra HEF falið að boða til fundarins og útbúa dagskrá.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs var farið yfir reynslu undanfarinna mánaða á aðsókn í viðtalstíma hjá starfsmönnum og kjörnum fulltrúum í samfélagssmiðjunni Miðvangi 31.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að í nóvember, desember og janúar, verði lagt upp með að fækka viðtalsdögum í einn á viku þannig að boðið verði upp á opnun á fimmtudögum frá kl. 12:00 til 18:00. Jafnframt verði fleiri starfsmenn og kjörnir fulltrúar til viðtals á opnunartíma viðkomandi dag. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að óska eftir því við þann hóp sem komið hefur að framkvæmd verkefnisins að hann útfæri frekar þessar hugmyndir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Fram kom að í tilefni afmælisins afhenti Fljótsdalshérað Menntaskólanum mynd frá fyrstu skóflustungunni vegna bygginga ME og jafnframt mun sveitarfélagið framvegis kosta viðurkenningar sem veittar verða útskriftarnemum sem hafa að mati skólastjórnenda lagt sérstaklega mikið af mörkum í félagsstarfi nemenda eða samfélagsmálum almennt.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda ákvörðun bæjarráðs og óskar Menntaskólanum á Egilsstöðum til hamingju með 40 ára afmæli skólans.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Umsögn vegna tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði Fljótsdalshéraðs og lýsir yfir stuðningi við tillögu að stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga og telur hana til þess fallna að efla sveitarstjórnarstigið til framtíðar. Bæjarstjórn áréttar fyrri yfirlýsingu þar sem fram kemur m.a. að það sé fagnaðarefni að fyrir liggi stefnumótun í málefnum sveitarfélaga. Bæjarstjórn leggur áherslu á að vanda skuli til verka við flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, sérstaklega hvað fjármögnun varðar, sem og að endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga sé þörf og að þeim verði fjölgað.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.